Aðalfundur Landverndar haldinn 23. maí 2024

Landmannalaugar. Ljósmyndari Zaruba Ondrej.

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna kl. 17:00 fimmtudaginn 23. maí í Hlöðunni í Gufunesi í Reykjavík og hefst 17:00. Húsið verður opnað 16.30. 

Á aðalfundi er mörkuð stefna samtakanna og rafrænni kosningu til stjórnar lýkur þar. Dagskrá fundarins verður birt innan skamms. 

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skráðir félagar sem greitt hafa félagsgjald undanfarins starfsárs a.m.k. viku fyrir aðalfundinn. Hið sama gildir um fulltrúa aðildarfélaga, fyrirtækja og stofnana sem eru í Landvernd. Málfrelsi, rétt til setu og tillögurétt á aðalfundi hafa allir skráðir félagar í Landvernd.

Framboð og kosningar til stjórnar Landverndar

Kosið verður um fimm stjórnarsæti til tveggja ára á aðalfundinum í ár. Kjörgengi (mega bjóða sig fram) hafa skráðir og skuldlausir félagar í Landvernd.

Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund og skulu framboð send formanni uppstillingarnefndar: Finni Ricart Andrasyni: finnur@umhverfissinnar.is, sími 626 1407.

Upplýsingar veita einnig aðrir í nefndinni: Rakel Hinriksdóttir, sími 867 7095 hinriks@gmail.com og Páll Ásgeir Ásgeirsson, sími 699 7758 pallasgeir@gmail.com. 

Leynileg rafræn kosning fer fram dagana fyrir aðalfund og lýkur á fundinum sjálfum.

Tíu manns sitja í stjórn Landverndar, kosnir til tveggja ára. Við hvetjum öll sem vilja leggja náttúruvernd lið til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Félagar í Landvernd geta boðið sig fram til stjórnar og tekið enn virkari þátt í fjölbreyttri starfsemi stærstu náttúruverndarsamtaka landsins. Góð hefð er fyrir því að stjórn Landverndar sé virk í náttúruverndarumræðunni og komi fram fyrir samtökin á margvíslegum vettvangi.

Ályktanir aðalfundar

Önnur leið fyrir félagsmenn til að hafa áhrif í Landvernd er að senda inn tillögur að ályktunum um þau mál sem Landvernd vinnur að: Verndun náttúru, loftslags og umhverfis í víðasta skilningi.

Ályktanir skulu sendar eigi síðar en viku fyrir aðalfund á bjorgeva@landvernd.is og verður kosið um þær á fundinum.  

Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna í lögum Landverndar

 

Skráning á aðalfund 

Fundargestir eru beðnir að skrá sig fyrirfram: 

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum Landverndar. Aðeins félagar og aðildarfélög í Landvernd hafa rétt til setu á aðalfundi.
Smelltu á ritið til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd