Horft yfir Skaldfannardal, Austurgil með Drangajökul í bakgrunni. landvernd.is
Horft yfir Skaldfannardal. Austurgil og Drangajökul í bakgrunni. Ljósmynd: Úr skýrslu Orkustofnunar.
Austurgilsá í Austurgili á Drangajökulsvíðernum er í hættu. Unnið er að því að koma svæðinu í nýtingarflokk. Austurgilsvirkjun myndi hafa veruleg áhrif á óbyggð víðerni sunnan Drangjökuls og ætti skilyrðislaust að vera áfram í biðflokki.

Austurgilsá rennur um Austurgil á Drangajökulsvíðernum Vestfjarða. Áin rennur í Selá í Skjaldfannardal og þaðan til sjávar í Ísafjarðardjúp á Vestfjörðum. Áin á að miklu leyti upptök sín í sunnanverðum Drangajökli og rennur um ósnortið heiða- og vatnalandslag sem er hluti af víðernaheild sem nær frá Steingrímsfjarðarheiði, norður um Drangajökul og út á ysta tanga Hornstranda. Þarna eru því einhver stærstu víðerni Íslands utan miðhálendisins.

Í tillögum um rammaáætlun er lagt til að svæðið verði sett í nýtingarflokk.

Virkjunarhugmyndir

Fyrirhuguð virkjun myndi virkja vatn og mynda inntakslón úr Vondadalsvatni sem er heiðarvatn sunnan Drangajökuls. Öllu jökulrennsli Selár yrði veitt í inntakslónið með tilheyrandi stíflum, skurðum, pípum, veglagningu og lónum í miklu návígi við Drangajökul. Austurgilsvirkjun myndi því augljóslega hafa veruleg áhrif á óbyggð víðerni sunnan Drangajökuls og skerða óbyggðaupplifun á svæðinu.

Austurgilsvirkjun myndi hafa veruleg áhrif á óbyggð víðerni sunnan Drangjökuls og ætti skilyrðislaust að vera áfram í biðflokki.

Heimild: Orkustofnun, 2015. R3157A Austurgilsvirkjun. 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is