Dynkur í Þjórsá. Ljósmyndari: Árni Tryggvason
Dynkur í Þjórsá mun hverfa ef verður af Kjalölduveitu - eða Þjórsárfossavirkjun eins og mætti kalla hana. Ljósmynd: Árni Tryggvason.
Dynkur í Þjórsá hverfur ef að Kjalölduveitu verður.

Biðflokkur

Kjalölduveita er flokkuð í biðflokk í 3. áfanga Rammaáætlunar.

Þjórsá er lengsta á landsins og á upptök sín í Hofsjökli. Áin liggur um Þjórsárver sem eru víðáttumikil gróðurvin á hálendinu sunnan Hofsjökuls. Kjalöldur eru hólar og sandöldur eru staðsettar austan við Þjórsá, ofarlega á vatnasviði árinnar. Kjalölduveita, sem mætti reyndar nefna Þjórsárfossavirkjun, fellur í biðflokk rammaáætlunar. 

Með Kjalölduveitu yrði Þjórsá stífluð norðvestan við Kjalöldur, um 4 km sunnan friðlands Þjórsárvera og myndi vatnsrennsli Þjórsár minnka töluvert neðan virkjunar. Þjórsárver eru í verndarflokki rammaáætlunar. Þau hafa verið nefnd hjarta landsins – og ekki að ástæðulausu.

Þjórsárver eru einstök gróðurvin í yfir 600 metra hæð. Þar er magnað samspil jökla, vatns, gróðurfars og dýra-
lífs. Þjórsárver eru í verndarflokki rammaáætlunar. Það þýðir einfaldlega að svæðið er verðmætara verndað en
virkjað.

Þrengt að Þjórsárverum

Verndargildi svæðisins er hátt og njóta Þjórsárver alþjóðlegrar verndar samkvæmt Ramsar-sáttmálanum, sem gildir um votlendissvæði sem þykja mikilvæg á heimsvísu.

Því miður er ásókn orkufyrirtækja í ódýra orku svo mikil að nýlega fór Landsvirkjun fram á það að færa svæði í Þjórsárverum úr verndarflokki í biðflokk rammaáætlunar. Því er ljóst að baráttunni fyrir verndun hjarta landsins er ekki lokið.

 

Lífríki

Á svæðinu er eitt stærsta kríuvarp landsins. Krían ferðast yfir hálfan hnöttin að varpstöðvum sínum hér í á norðurslóðum frá vetrardvalarstað sínum í Suður-Atlantshafi.

Krían hefur verið friðuð tegund á Íslandi síðan 1882.

Krían er talin vera í nokkurri hættu, í flokki UV skv. válista Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018. 

Kría á flugi.

Upplifðu einstök votlendi Íslands. Myndband: Ellert Grétarsson.

Þjórsárver eru einstök perla á hálendi landsins og ekki má raska vatnasviði þess.  Miðlunarlón við Þjórsárver setur verndun svæðisins í uppnám og er ávísun á djúpar og erfiðar deilur um þessa einstöku perlu á hálendi Íslands. Þetta gerir nefndin í trássi við það vel rökstudda áliti Umhverfisráðuneytisins að afgreiðsla verkefnastjórnar rammaáætlunar III að halda Kjalölduveitu verndarflokk var í góðu samræmi við lög og vinnureglur við gerð rammaáætlunar.   Áratugalöng barátta náttúruunnenda fyrir varanlegri sátt um vernd Þjórsárvera og farvegi Þjórsár þar sem finna má fjóra af mestu fossum landsins er að engu gerð með ákvörðun Alþingis Íslendinga að setja Kjalölduveitu í biðflokk þann 15. júní 2022. 

 Virkjunarhugmyndir

Kjalölduveita kemur í stað Norðlingaölduveitu sem hefði verið staðsett norðar og inni á nú friðlýstu landi. Virkjun fæli í sér röskun á og við Þjórsá á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera en virkjun í svo miklu návígi við svæði með svo hátt verndargildi myndi skerða víðerni á svæði sem hefur mikilvægi á heimsvísu.

Heimild: Orkustofnun og Landvernd

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is