Vatnsdalsá
Vatnsdalsá í Austur-Húavatnssýslu á upptök sín á heiðum norðan Langjökuls. Ljósmyndari: Mirto Menghetti
Vatnsdalsá rennur um Vatnsdal í Austur-Húavatnssýslu og á upptök sín á heiðum norðan Langjökuls. Til stendur að stífla ánna og gera uppistöðulón.

Vatnsdalsá rennur um Vatnsdal í Austur-Húavatnssýslu og á upptök sín á heiðum norðan Langjökuls. Áin er fræg og gjöful laxveiðiá og rennur hún um heiðalandslag, gljúfur og fossa ofan í Vatnsdal og til sjávar í Húnafjörð.

Virkjunarhugmyndir

Áformað er að reisa 28 MW vatnsaflsvirkjun ofarlega á vatnasviði Vatnsdalsár og yrði hún stífluð við Bótarfell í 430 m y.s. þar sem yrði um 23 km2 uppistöðulón.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is