Ljósmyndari: Mats Wibe Lund

Bakkahlaup í Kelduhverfi er ein tveggja kvísla Jökulsár á Fjöllum sem rennur til sjávar í Öxarfjörð.

Virkjunarhugmyndir

Í Kelduhverfi er lághitasvæði og áformuð er raforkuvinnsla ásamt töluverðri varmavinnslu. Svæðið liggur nærri vatnasviði Jökulsár á Fjöllum sem var friðlýst gegn orkuvinnslu árið 2019 og mætti segja að jarðvarmavirkjun á bökkum Jökulsár stingi í stúf við slíka friðlýsingu. Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á landsins og hefur í gegnum árþúsundin mótað landið og myndað merkileg náttúrufyrirbrigði með sínum magnaða rofmætti.

Heimild: Orkustofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is