Grashagi liggur við Friðland að Fjallabaki nærri hinum fræga Laugavegi og Álftavatni.

Grashagi er við suðvestanvert friðland Fjallabaks, rétt norðan Álftavatns og sunnan Jökultungna. Þarna er eitt frægasta fjallgöngusvæði landsins og koma ferðamenn hvaðanæva til þess að njóta þess besta sem hálendi Íslands hefur upp á að bjóða.

Virkjunarhugmyndir

Fyrirhuguð jarðvarmavirkjun liggur rétt utan friðlandsins að Fjallabaki og gerir ráð fyrir 90 MW afli. Hinn víðfrægi Laugavegur liggur rétt austan við Grashaga og því hefði virkjun á svæðinu gríðarlega neikvæð áhrif á upplifun ferðafólks sem gengur Laugaveginn í leit að hreinni hálendisupplifun. Víðerni og jarðfræði Fjallabaks og Torfajökulssvæðisins eiga sér enga líka þegar kemur að sérstöðu og náttúrufegurð á heimsvísu.

Heimild: Orkustofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is