Blautakvísl er staðsett í vestanverðum jaðri Torfajökulsöskjunnar. Jarðfræðilegur fjölbreytileiki er mikill á svæðinu en þar er að finna jarðhita sem kemur fram helst í heitum laugum, gíga, líparíthryggi og móbergsmyndanir. Talsverður jarðhiti er á Torfajökulssvæðinu, en jarðhitinn er aðallega í sjö þyrpingum, við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur-og Austur-Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Stærð jarðhitasvæðisins er áætlað yfir 200 km2. Ekki stendur til að virkja á svæðinu sem allt fellur undir Friðland að fjallabaki og er því utan laga um verndar-og orkunýtingaráætlun. Í tillögu Umhverfisstofnunar til náttúruverndaráætlunar 2004-2008 var lagt til að friðlýsa Heklu sem þjóðgarð, þá myndi svæðið falla þar undir.