Brennisteinsfjöll eru hluti óbyggðra víðerna í grennd við Höfuðborgarsvæðið og er vinsælt til útivistar.
Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll liggja í 400-500 m hæð yfir sjó á einu stærsta óbyggða víðerni í grennd höfuðborgarsvæðisins og er svæðið vinsælt til alls kyns útivistar. Þau þykja sérstök vegna fjölbreyttra jarðmyndana sem þar finnast, þar með talið jarðhitaummerkja, gígaraða, móbergshryggja, dyngja og hraunbreiða. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi. Talið er að hægt sé að virkja 25 MW á svæðinu en virkjunarhugmyndir falla í verndarflokk.

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is