Djúpá er jökulá sem geymir mikla náttúrufegurð og fossaraðir.
Djúpá

Djúpá rennur um óspillt svæði nærri stærsta þjóðgarði Íslands. Í henni er að finna afar fallega fossaröð þar sem hún rennur í gegnum Djúpárdal. Ofan Fljótshverfis eru víðáttumikil og nær ósnortin víðerni á stórbrotnu svæði sem liggja að Vatnajökli og miðhálendinu og mynda með þeim samfellda heild. Virkjunarhugmyndin fólst í því að áin yrði stífluð í um 560m hæð og veitt með skurði inn í Álftárdal austan Djúpár. Um var að ræða um 75 MW virkjun.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is