Búrfell - Vindorka
Önnur af tveimur tilrauna vindmyllum Landsvirkjunar við Búrfell - 77 m hæð - samtals framleiðsla 1.8 MW - mynd Andrés Skúlason

Búrfellslundur er áformað vindorkuver Landsvirkjunar og er staðsett á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, norðan við Heklu og Fjallabak. Tvær vindmyllur voru reistar þar árið 2013 í rannsóknarskyni. Svæðið er vinsælt meðal ferðafólks, þar liggja leiðir upp á Fjallabak og miðhálendi Íslands og má telja þar nokkrar helstu náttúrugersemar Íslands.

Virkjunarhugmyndir

Áætlað er að uppsett afl Búrfellslundar yrði 130 MW með allt að 80 vindmyllur. Rannsóknarsvæði fyrir vindmyllur er um 78 km2 og liggur nærri Valafelli og Áfangagili þar sem er fjallaskáli og vinsælt útivistarsvæði.

Heimild: Orkustofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is