island-vegur, landvernd.is

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Landvernd hefur skilað inn umsögn vegna frummatsskýrslu um breikkun Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Finna má umsögnina í heild sinni neðst í greininni.

Mikilvægt að meta samfélagslega nauðsyn framkvæmdarinnar

Um er að ræða mikið rask í grennd við mikilvæg útivistarsvæði og friðlýst svæði. Framkvæmdin er stórkallaleg og því rík ástæða til að meta samfélagslega nauðsyn hennar og hugsanlega valkosti sem ekki valda jafn miklum neikvæðum umhverfisáhrifum. Landvernd hefur hvatt er til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Drögum úr umferðarþunga frekar en að auka hann

Stjórn Landverndar telur að áætlanir um verulega aukin umferðaþunga á svæðinu séu ekki í samræmi við áætlanir Reykjavíkurborgar um að umferðaþungi í borginni aukist ekki. Áætlunin er heldur ekki í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum á landi en hún gerir ráð fyrir 37% samdrætti í losun milli áranna 2018 og 2030. Umferðaþungi verður að dragast saman eða standa í stað til þess að markmið um þennan mikla samdrátt náist. 

Setjum almenningssamgöngur í forgang

Stjórn Landverndar hvetur vegagerðina og Reykjavíkurborg til þess að grípa til aðgerða til þess að draga frekar úr umferðaþunga vegna neikvæðra áhrifa hans á lýðheilsu, náttúru og losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig að meta hvernig má mæta vaxandi þörf fyrir samgöngur austur fyrir fjall með því að efla almenningssamgöngur.

Ekki er að sjá sérstaka áherslu á greiðar almenningssamgöngur. Þetta er valkostur sem nauðsynlegt er að gera grein fyrir og meta og bera saman við samfélagslega ávinning af þeim vegaframkvæmdum sem lýst er í skýrslunni.

Hættuspil í landfyllingu við Rauðavatn

Stjórn Landverndar telur hættuspil fólgið í landfyllingu í Rauðavatn og mikið er til þess unnið að draga úr þeim áhrifum eins og kostur er. Landvernd hvetur Skipulagsstofnun til að hafna mati á áföngum 3, 4 og 5 þar sem forsendur fyrir þeim eru veikar. Því vantar valkost þar sem landfylling í Rauðavatni er verulega minnkuð.

Þá telur stjórn Landverndar ekki að hægt sé að nýta rannsóknir frá 2006 og 2008  sem forsendur mats á umhverfisáhrifum svo mikillar breytingar eins og landfylling í Rauðavatni er.

Landvernd telur því að áhrif landfyllingar á fuglalíf geti orðið neikvæð. Hið minnsta vantar nýlegar rannsóknir til að skera úr um það. Þá er í frummatsskýrslu talað um að markmið landfyllingarinnar sé að draga úr flökti vatnsyfirborðs Rauðavatns. Það er ekki markmiðið, heldur að búa til land undir umferðamannvirki. Minnkað flökt vatnsyfirborðsins gæti hins vegar orðið afleiðingin.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.