Ráðstefnan Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú? 2017

Ráðstefna Skóla á grænni grein, 10. febrúar 2017. Rætt verður um tækifæri og áskoranir í þróun Grænfánaverkefnisins í leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á Íslandi.

Ráðstefna Skóla á grænni grein, 10. febrúar 2017. Rætt verður um tækifæri og áskoranir í þróun Grænfánaverkefnisin. Í vinnustofum munu þátttakendur fást við praktísk dæmi um árangursríkar leiðir til að þróa skólastarfið áfram.

Ráðstefnan: Upplýsingar og dagskrá

Verið velkomin á ráðstefnu Skóla á grænni grein! Ráðstefnan „Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?„ verður haldin föstudaginn 10. febrúar 2017 á Fosshóteli Reykjavík í Þórunnartúni á milli 9-17 (ath. innskráning kl. 8:30).

Skráning er hafin! Miðað er við tvo fulltrúa frá hverjum skóla. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 3. febrúar en mælum með að gera það sem fyrst því að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

2.500kr/mann ráðstefnugjald er hægt að greiða á staðnum eða með millifærslu. Innifalið í ráðstefnugjald eru morgun- og síðdegishressing, veglegur hádegismatur og léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Landvernd kynnir spennandi dagskrá um tækifæri og áskoranir í þróun Grænfánaverkefnisins í leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á Íslandi. Fyrirlesarar fjalla um nýja rannsókn, námsefni og niðurstöður úr verkefnum. Í vinnustofum munu þátttakendur fást við praktísk dæmi um árangursríkar leiðir til að þróa skólastarfið áfram.

Dagskrá

8:30 Skráning í vinnustofur
9:00 Setning
9:15 Viðurkenningar
9:30 Lykilerindi: „Umbreytandi nám: Hvernig á að nálgast flókin umhverfismál í skólastarfi?„
Caitlin Wilson, starfandi verkefnisstjóri Skóla á grænna grein, Landvernd, og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

10:30 Kaffihlé
11:00 Kynning: „Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin„
Námsefni um vistheimtarverkefni Landverndar
Rannveig Magnúsdóttir, PhD, verkefnisstjóri, Landvernd
11:20 Kynning: „Hvernig spila Grænfánaverkefnið, Aðalnámskráin og menntun til sjálfbærni saman?„
Handbók um tengingu aðalnámskrár og Grænfánaverkefnisins
Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænna grein, Landvernd
12:00 Hádegismatur
13:00 Vinnustofur
A: Úrgangsforvarnir: Nýtt námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni
Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd
B: Allur skólinn með! Hvernig virkjum við skólasamfélagið í heild sinni?
Reynslusögur úr leik- og grunnskólum
Caitlin Wilson, Landvernd
C: Áskoranir í framhaldsskólum og háskólum
Katrín Magnúsdóttir, Landvernd
(Athugið: fyrirfram skráning í vinnustofu fyrir framhalds- og háskóla á katrin@landvernd.is)
14:30 Kaffihlé
15:00 Vinnustofur
A: Skólar sem hafa slitið barnsskónum í Grænfánanum: Hvernig má þróa starfið áfram?
Caitlin Wilson og Katrín Magnúsdóttir, Landvernd
B: Úrgangsforvarnir: Nýtt námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni
Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd
16:30 Ráðstefnuslit
17:00 Léttar veitingar á skrifstofu Landverndar, Þórunnartúni 6, gegnt Fosshóteli

Við hlökkum til að sjá ykkur á ráðstefnunni!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd