Viðey í Þjórsá, þetta svæði mun hverfa undir lón ef af Hvammsvirkjun verður. Stóriðja notar tæp 80% alls rafmagns í landinu. Þurfum við virkilega meira? landvernd.is

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar

Landvernd hefur sent Skipulagsstofnun umsögn sína um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar. Landvernd telur einsýnt að endurgera matið.

Í umsögn Landverndar til Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðrihluta Þjórsár kemur fram eindreginn vilji samtakanna til þess að umhverfismatið frá 2003 verði gert á nýjan leik.

Landvernd bendir á að tilhögun virkjunar og forsendur hafa breyst verulega á þeim 12 árum sem liðin eru frá mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, sem fjallaði um þrjá ólíka virkjunarkosti. Sem dæmi hefur ferðaþjónusta vaxið gríðarlega sem atvinnugrein í landinu almennt og á nærsvæðum virkjunarinnar. Þá telur Landvernd að ýmsu hafi verið ábótavant varðandi rannsóknir á áhrifum virkjunarinnar á lífríki, landslag og samfélag, sbr. viðfesta greinargerð, sem tækifæri væri að bæta úr með nýju mati.

Lesa umsögn Landverndar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.