Veiðimaður í vöðlum úti í Ölfusá. Koma þarf í veg fyrir stórfellta efnislosun í Ölfusá.

Endurskoða þarf stórfellda efnislosun í Ölfusá

Landvernd beinir því til bæjarstjórnar Árborgar að endurskoða tillögur um stórfellda efnislosun í Ölfusá

Endurskoðun aðalskipulags Árborgar – efnislosunarsvæði sent skipulagsfulltrúa Árborgar 20. nóvember 2020.

Landvernd hefur verið bent á af íbúum á Selfossi að sveitafélagið Árborg fyrirhugi stórfellda losun á efni við bakka Ölfusár, svæði E1. Stjórn Landverndar telur áætlanir þar um varhugaverðar þar sem um verður að ræða röskun á votlendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, mikilvægu búsvæði margra fuglategunda og eyðileggingu svæði sem íbúar sveitafélagsins nota nú til útivistar og náttúru- og fuglaskoðunar.

Stjórn Landverndar hvetur Árborg til þess að endurskoða þessi áform og jafnframt fara í úttekt á því með nágrannasveitafélögum hvar er hentugast að stunda efnistöku og efnislosun á skipulagssvæðum þeirra. Við þá skoðun þurfa umhverfissjónarmið, náttúruverndarlög og möguleikar íbúa til útivistar að vera í forgrunni.

Landvernd tekur undir bréf íbúa og náttúrunnenda í Starmóa á Selfossi dagsett 18. nóvember um efnislosun við Ölfusá.

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Hvítbók um skipulagsmál – drög að landskipulagsstefnu

Í landsskipulagsstefnu er sett fram stefna ríkisins um skipulagsmál á landsvísu. Hún tekur til hálendis Íslands, dreifbýlis, þéttbýlis og haf- og strandsvæða. Stefnunni er ætlað ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.