Veiðimaður í vöðlum úti í Ölfusá. Koma þarf í veg fyrir stórfellta efnislosun í Ölfusá.

Endurskoða þarf stórfellda efnislosun í Ölfusá

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd beinir því til bæjarstjórnar Árborgar að endurskoða tillögur um stórfellda efnislosun í Ölfusá

Endurskoðun aðalskipulags Árborgar – efnislosunarsvæði sent skipulagsfulltrúa Árborgar 20. nóvember 2020.

Landvernd hefur verið bent á af íbúum á Selfossi að sveitafélagið Árborg fyrirhugi stórfellda losun á efni við bakka Ölfusár, svæði E1. Stjórn Landverndar telur áætlanir þar um varhugaverðar þar sem um verður að ræða röskun á votlendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, mikilvægu búsvæði margra fuglategunda og eyðileggingu svæði sem íbúar sveitafélagsins nota nú til útivistar og náttúru- og fuglaskoðunar.

Stjórn Landverndar hvetur Árborg til þess að endurskoða þessi áform og jafnframt fara í úttekt á því með nágrannasveitafélögum hvar er hentugast að stunda efnistöku og efnislosun á skipulagssvæðum þeirra. Við þá skoðun þurfa umhverfissjónarmið, náttúruverndarlög og möguleikar íbúa til útivistar að vera í forgrunni.

Landvernd tekur undir bréf íbúa og náttúrunnenda í Starmóa á Selfossi dagsett 18. nóvember um efnislosun við Ölfusá.

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top