Veiðimaður í vöðlum úti í Ölfusá. Koma þarf í veg fyrir stórfellta efnislosun í Ölfusá.

Endurskoða þarf stórfellda efnislosun í Ölfusá

Landvernd beinir því til bæjarstjórnar Árborgar að endurskoða tillögur um stórfellda efnislosun í Ölfusá
Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Endurskoðun aðalskipulags Árborgar – efnislosunarsvæði sent skipulagsfulltrúa Árborgar 20. nóvember 2020.

Landvernd hefur verið bent á af íbúum á Selfossi að sveitafélagið Árborg fyrirhugi stórfellda losun á efni við bakka Ölfusár, svæði E1. Stjórn Landverndar telur áætlanir þar um varhugaverðar þar sem um verður að ræða röskun á votlendi sem nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, mikilvægu búsvæði margra fuglategunda og eyðileggingu svæði sem íbúar sveitafélagsins nota nú til útivistar og náttúru- og fuglaskoðunar.

Stjórn Landverndar hvetur Árborg til þess að endurskoða þessi áform og jafnframt fara í úttekt á því með nágrannasveitafélögum hvar er hentugast að stunda efnistöku og efnislosun á skipulagssvæðum þeirra. Við þá skoðun þurfa umhverfissjónarmið, náttúruverndarlög og möguleikar íbúa til útivistar að vera í forgrunni.

Landvernd tekur undir bréf íbúa og náttúrunnenda í Starmóa á Selfossi dagsett 18. nóvember um efnislosun við Ölfusá.

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri

Nýlegar umsagnir

Kerlingarfjöll eru friðlýst fjallaröð á miðhálendi Íslands, landvernd.is

Fjárlögin endurspegla ekki aukna áherslu samfélagsins á umhverfismál – Umsögn

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér frumvarp til fjárlaga og vill koma á framfæri nokkrum athugasemdum.

Lesa meira
Bessastaðatjörn að vetrarlagi

Er hægt að friðlýsa hálfa tjörn? – umsögn

Stjórn Landverndar fagnar þeim áformum að friðlýsa Bessastaðanes en lýsir þó yfir áhyggjum af því að svæðið sé ekki friðað í heild sinni.

Lesa meira
Birki Áskell Þórisson vistheimt

Við fögnum reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Það er framfaraskref að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé komin fram og því ber að fagna.

Lesa meira
Kerlingarfjöll eru friðlýst fjallaröð á miðhálendi Íslands, landvernd.is

Fjárlögin endurspegla ekki aukna áherslu samfélagsins á umhverfismál – Umsögn

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér frumvarp til fjárlaga og vill koma á framfæri nokkrum athugasemdum.

Lesa meira
Bessastaðatjörn að vetrarlagi

Er hægt að friðlýsa hálfa tjörn? – umsögn

Stjórn Landverndar fagnar þeim áformum að friðlýsa Bessastaðanes en lýsir þó yfir áhyggjum af því að svæðið sé ekki friðað í heild sinni.

Lesa meira
Birki Áskell Þórisson vistheimt

Við fögnum reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Það er framfaraskref að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sé komin fram og því ber að fagna.

Lesa meira
Eldvörp á Reykjanesi eru í mikilli hættu, mynd: Ellert Grétarsson, landvernd.is

Gerum náttúru Reykjanesskaga hærra undir höfði – Umsögn

Landvernd hvetur sveitafélögin á Suðurnesjum til þess að setja einstaka náttúru Reykjanesskaga í fyrsta sæti.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top