Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Náttúra í hættu á Austurlandi

Horft af Hraunasvæði í átt til héraðs. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Horft af Hraunasvæði í átt til héraðs. Ljósmynd: Andrés Skúlason
Náttúra sem hefur glatast eða er í hættu á að glatast er í aðalhlutverki á margmiðlunarsýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Náttúra sem hefur glatast eða er í hættu á að glatast er í aðalhlutverki á margmiðlunarsýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sýningin stendur 

Kristín Amalía Atladóttir, stjórnarkona Náttúruverndarsamtaka Austurlands segir frá sýningunni

Stórbrotin einstök náttúra í hættu

Á Íslandi er stórkostleg náttúra, einstök á heimsmælikvarða. Sýningin vekur athygli á stöðum sem eru í hættu eða hefur verið fórnað fyrir virkjunarframkvæmdir.
Svæði í hættu geta átt það á hættu að vera sökkt í kaf eða þurrkuð upp.

Hvað er í húfi?

Ísland er einstakt með sinni stórbrotnu og lítt snortnu náttúru með samspili jarðhita og jökla, gljúfra og gilja, stórra fjalla og fjölmargra vatnsfalla, víðáttumikilla auðna og viðkvæms gróðurs í óbyggðum víðernum sem eiga engan sinn líka. Það eru verðmæti sem ekki verða mæld í krónum og aurum, en verða þó sífellt meiri eftir því sem þau eru látin ósnortin lengur. Átökin um þessi verðmæti hafa staðið í áratugi og mikið hefur glatast vegna stórra framkvæmda eins og orkuvinnslu.

Viðkvæmt dýralíf landsins háð náttúrunni

Hið dýrmæta en viðkvæma dýraríki landsins í samspili við fyrrnefndar náttúruperlur er einnig í kastljósi sýningarinnar en óvenju lifandi og skemmtilegar myndir um villt dýr á Íslandi eru hluti hennar. 

Ljósmynd með færslu: Horft af Hraunasvæði í átt til héraðs. Ljósmynd: Andrés Skúlason

Margmiðlunarsýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við NAUST – Náttúruverndarsamtök Austurlands og Sláturhúsið.


Sýningin verður formlega opnuð laugardaginn 3. október 2020 kl. 17:00. Eftir það verður hún opin alla virka daga frá 10:00 – 16:00, Einnig verður opið helgina 17. og 18. október kl. 14:00 – 18:00. Sýningunni lýkur 23. október 2020. 

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd