Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur – ljósmyndasýning

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Eldvörp eru einstök á heimsmælikvarða en eru í stórhættu vegna stóriðju! verndum náttúruna gegn stóriðju, landvernd.is
Á þessari einstöku margmiðlunarsýningu með ljósmyndum, stuttmyndum og gagnvirkum upplýsingaskjám er fjallað um þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut.

Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Landverndar

Á þessari einstöku margmiðlunarsýningu með ljósmyndum, stuttmyndum og gagnvirkum upplýsingaskjám er fjallað um þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut. 

Ísland er einstakt með sinni stórbrotnu og lítt snortnu náttúru með samspili jarðhita og jökla, gljúfra og gilja, stórra fjalla og fjölmargra vatnsfalla, víðáttumikilla auðna og viðkvæms gróðurs í óbyggðum víðernum sem eiga engan sinn líka. Það eru verðmæti sem ekki verða mæld í krónum og aurum, en verða þó sífellt meiri eftir því sem þau eru látin ósnortin lengur. Átökin um þessi verðmæti hafa staðið í áratugi og mikið hefur glatast vegna stórra framkvæmda eins og orkuvinnslu.

Hjarta sýningarinnar slær í aðalsal Norræna hússins með þrem myndbandsverkum og stórum ljósmyndum um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar og Hvalárvirkjunar. Stór snertiskjár í anddyrinu með Náttúrukorti Framtíðarlandsins veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt. 

Hið dýrmæta en viðkvæma dýraríki landsins í samspili við fyrrnefndar náttúruperlur er einnig í kastljósi sýningarinnar en óvenju lifandi og skemmtilegar myndir um villt dýr á Íslandi eru settar upp í Barnabókasafni Norræna hússins. Er ekki nóg komið af eyðileggingu? 

Sýningin mun standa yfir til 17. nóvember alla daga frá 10:00 til 17:00 í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar má finna hér.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top