Fjárhagur Landverndar 2019

Fjárhagur Landverndar er ágætur um þessar mundir og félagar sjá í vaxandi mæli samtökunum fyrir almennu rekstrarfé svo félagið geti veitt aðhald og stuðlað að framþróun grænna samfélagslausna.

Félagar fjármagna starfið

Það er mikill kostur að geta rekið „græna pólitík“ með liðstyrk félaganna. Enn sem fyrr eru fræðsluverkefni fjármögnuð með styrkjum og munar þar mestu opinber styrkur til fræðsluverkefnisins Skólar á grænni grein sem tæplega 200 skólar á landinu taka þátt í. Ársreikningur samtakanna er lagður fram svo félagar geti kynnt sér hann á aðalfundi. Hér er stiklað á stóru með tölum úr ársreikningi svo allur almenningur geti fylgst með fjárhag Landverndara.

Sjálfstæð og óháð samtök

Sjálfstæður fjárhagur er mikilvægur fyrir samtök eins og Landvernd sem hafa sem markmið að veita aðhald til að efla umhverfis- og náttúruvernd. Stjórn Landverndar leggur áherslu á að samtökin verði engum einstökum aðila fjárhagslega háð.

Stöplaritið sýnir rekstrartekjur og rekstrargjöld Landverndar árin 2016-2019, landvernd.is
Mynd 1. Stöplaritið sýnir rekstrartekjur og rekstrargjöld Landverndar árin 2016-2019.

Ársreikningur Landverndar 2019 var samþykktur á aðalfundi félagsins 2019. Í ársskýrslu má sjá helstu niðurstöður í rekstrar- og efnahagsreikningi. Rekstur ársins 2019 skilaði afgangi að fjárhæð 1,6 milljón í samanburði við 2,5 milljóna halla árið 2018. Hér má sjá þróun rekstrartekna og -gjalda síðastliðin 4 ár og skiptingu tekna árið 2019. Hlutur félagsgjalda af tekjum eykst ár frá ári og eru þau nú stöðugasta og stærsta tekjulind samtakanna. Landvernd byggir því styrk sinn bæði málefnalega og fjárhagslega á félögum sínum.

Samtökin vel rekin og hafa aldrei verið sterkari á velli

Tekjur Landverndar hafa aukist frá því árið 2016 úr 96 milljónum í 127 milljónir árið 2019 og rekstrargjöld hafa aukist að sama skapi úr 98 milljónum árið 2016 í 125 milljónir árið 2019 (mynd 1) .

Stöplaritið sýnir skiptingu tekna Landverndar árin 2016-2019, landvernd.is
Mynd 2. Stöplaritið sýnir skiptingu tekna Landverndar árin 2016-2019

Stærstur hluti tekna kemur frá félagsmönnum og grænfánaverkefninu

Skipting tekna Landverndar (Mynd 2) hefur breyst umtalsvert á tímabilinu 2016 til 2019. Félagsgjöld hafa nær tvöfaldast og nálgast nú 60 m.kr en styrkir til annarra verkefna en Skóla á grænni grein hafa dregist saman um 80% og voru um 15 m.kr. á árinu 2019. Stór liður eru tekjur Skóla á grænni sem jukust um 80% á árunum 2016 til 2019. Árið 2017 fékkst stór styrkur frá farþegum flugfélagsins WoW Air sem skýrir mikla hækkun á almennum styrkjum á því ári.

 

Stöplaritið sýnir rekstrargjöld Landverndar árin 2016-2019, landvernd.is
Mynd 3. Stöplaritið sýnir rekstrargjöld Landverndar árin 2016-2019

Rekstrargjöld (mynd 3) hafa einnig breyst á tímabilinu en gjöld vegna verkefna hafa dregist örlítið saman á meðan önnur útgjöld hafa almennt vaxið. Ferða- og fundakostnaður var hár árið 2019 vegna afmælishátíðar Landverndar og málskotskostnaður var óvenju hár árið 2018 þar sem Landvernd var dæmd til þess að greiða málskostnað í nokkrum málum sem samtökin höfðu sótt árin á undan, en niðurstaða fékkst árið 2018. Kostnaður við öflun og rekstur félaga hefur aukist mikið undanfarin ár í takti við fjölgun félaga. Að vissu marki má líta á þennan lið sem fjárfestingu sem vænta má að skili tekjum um ókomin ár ef allt fer vel.

Skífuritið sýnir skiptingu rekstrargjalda Landverndar árið 2019, landvernd.is
Mynd 4. Skífuritið sýnir skiptingu rekstrargjalda Landverndar árið 2019

Nákvæmari skiptingu tekna og gjalda Landverndar fyrir árið 2019 má sjá á myndum 4 og 5.

Stærsti tekjuliður Landverndar eru félagsgjöld félagsmanna, landvernd.is
Mynd 5. Skífuritið sýnir tekjur Landverndar árið 2019.

Stærsti hluti tekna samtakanna árið 2019 kemur frá félagsmönnum sem bera starfið uppi, jafnt málefnalega sem fjárhagslega. Verkefnið Skólar á grænni grein er helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum og á Íslandi er það nýtt til að uppfylla ákvæði í alþjóðasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að vinna að. 

 

Ungt fólk hefur krafist tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum síðan í febrúar 2019 með vikulegum loftslagsverkföllum. Ljósmyndari: Gunnlaugur Rögnvaldsson. landvernd.is

Ársrit Landverndar 2019-2020

Landvernd fagnaði hálfrar aldar afmæli á árinu og voru áskoranir margar. Ársrit Landverndar er lagt fram á aðalfundi samtakanna sem skýrsla stjórnar.

Helstu viðfangsefni Landverndar

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.