Fjárhagur Landverndar 2022

Ársreikningur Landverndar 2022 var samþykktur á aðalfundi félagsins 19. apríl 2023

Í ársriti má sjá helstu niðurstöður rekstrar og efnahagsreiknings.

Rekstur ársins 2022 var neikvæður um 1,4 milljónir, svipað og árið í fyrra. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun rekstrartekna og -gjalda síðastliðin 7 ár og nánari skiptingu tekna árið 2022Ársreikninginn í heild er að finna hér.

Þróun tekna og gjalda Landverndar 2016 - 2022

Félagar fjármagna starfið

Þróunin hefur verið sú að  félagar og fjölmargir velunnarar Landverndar hafa séð samtökunum fyrir almennu rekstrarfé í vaxandi mæli, bæði með félagsgjöldum og almennum styrkjum. Þannig er Landvernd gert kleift að vera sterkur málsvari náttúrunnar.

Enn sem fyrr eru fræðsluverkefni fjármögnuð með styrkjum og munar þar mestu um opinberan styrk til fræðsluverkefnisins Skólar á grænni grein sem tæplega 200 skólar á landinu taka þátt í.

Sjálfstæð og óháð samtök

Sjálfstæður fjárhagur er mikilvægur fyrir samtök eins og Landvernd sem hafa að markmiði að veita aðhald til að efla umhverfis- og náttúruvernd. Stjórn Landverndar leggur áherslu á að samtökin verði engum einstökum aðila fjárhagslega háð.

Tekjur Landverndar hafa aukist jafnt og þétt frá því árið 2016 úr 96 milljónum í 175 milljónir árið 2022 og rekstrargjöld hafa aukist að sama skapi úr 98 milljónum árið 2016 í 173 milljónir árið 2022. 

Á síðasta ári fengust óvenju margir almennir styrkir. Hluti þeirra barst samtökunum á Covid tímabilinu en vegna samkomutakmarkana og veikinda var ekki unnt að nýta styrkina fyrr en 2022. Einnig bárust óvenju margir styrkir frá einstaka aðilum á árinu 2022.  Félagsgjöld hafa tvöfaldast frá árinu 2016 en heldur hefur dregið úr tekjum gegnum félagsgjöld síðastliðin 2 ár.

Styrkir til annarra verkefna en Skóla á grænni grein hafa dregist verulega saman og eru eingöngu 30% af því sem þeir voru árið 2016. Ástæðan er að hluta breyttar áherslur í starfi Landverndar sem byggir nú meira á málefnagrunni en verkefnagrunni.  Þá hafa tekjur Skóla á grænni grein vaxið verulega vegna aukins fjármagns frá ráðuneytum, enda er verkefnið talið mikilvægt innlegg í umhverfismennt og nýtist til að uppfylla ákvæði í alþjóðasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að vinna að. 

Rekstrargjöld hafa einnig breyst á tímabilinu. Kostnaður vegna verkefna stendur í stað milli áranna 2021 og 2022 en launakostnaður utan verkefna hækkar verulega. Með fjölgun starfsfólks jókst skrifstofukostnaður, sömuleiðis auglýsinga- og kynningarkostnaður sem jókst frá 2020 til 2021 og hélst síðan stöðugur 2022. 

Sérstakt fjármagn fékkst 2021 og 2022 vegna auglýsingaherferða sem skýrir að hluta hækkun á þeim lið. Málskostnaður var hár árið 2018 þar sem Landvernd var dæmd til þess að greiða málskostnað í nokkrum málum sem samtökin höfðu sótt árin áður en niðurstaða fékkst þetta ár.  Kostnaður við öflun og rekstur félaga er undir almennum launakostnaði því á árinu 2020 hætti Landvernd að útvista þessum verkefnum.  

Nákvæmari skiptingu tekna og gjalda má sjá á myndunum hér að neðan. 

Í ársreikningi fyrir 2022 er getið um erfðagjöf til Landverndar frá Helgu Ásgeirsdóttur. Arfurinn er færður sem eigið fé sem hækkar því verulega árið 2022. Arfurinn verður nýttur í náttúruvernd á næstu þremur árum, eins og Helga óskaði eftir. Nánar má lesa um erfðagjöf Helgu Ásgeirsdóttur í ársriti Landverndar

Ungt fólk hefur krafist tafarlausra aðgerða í loftslagsmálum síðan í febrúar 2019 með vikulegum loftslagsverkföllum. Ljósmyndari: Gunnlaugur Rögnvaldsson. landvernd.is

Ársrit Landverndar 2019-2020

Landvernd fagnaði hálfrar aldar afmæli á árinu og voru áskoranir margar. Ársrit Landverndar er lagt fram á aðalfundi samtakanna sem skýrsla stjórnar.

Helstu viðfangsefni Landverndar

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.