Alviðra fræðslusetur býður skólahópa velkomna. Fjölbreytt dagskrá í boði.

Hunangsfluga, býfluga drekkur blómasafa úr túnfífilshaus sem liggur á borði í Alviðru.
Alviðra er náttúruskóli og fræðslusetur Landverndar. Tekið er á móti skólahópum í Alviðru.

Alviðra fræðslusetur Landverndar mun nú a vordögum endurvekja starfsemi sína og bjóða skólahópum  að heimsækja Alviðru og njóta þar fróðleiks, skemmtunar og útivistar.

Heimsókn til Alviðru er gjaldfrjáls. Allir aldurhópar grunnskóla eru velkomnir.

Í vor verður tekið á móti hópum frá 20. apríl til 9. júní og í haust frá skólabyrjun og fram eftir hausti.

Fræðsla í boði

Boðið verður upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá sem ætlað er m.a. að styðja við það námsefni sem nemendur eru að fást við í skólanum og gera það sýnilegt og áþreifanlegt.

Kennurum er einnig velkomið að skipuleggja sína eigin dagskrá og nýta sér aðstöðuna í Alviðru með aðstoð fræðslufulltrúa.  Í Alviðru er ágæt aðstaða bæði úti og inni til að taka á móti skólahópum.

Dagskrá á vordögum

Sú skipulagða dagskrá sem í boði er nú í vor er eftirfarandi:  

Lækur rennur um mosavaxinn farveg. Alviðra.

Lífið í vatninu, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Skoðum lífið í vatninu. Skólahópar eru velkomnir í heimsókn í Alviðru. Í þessari heimsókn kanna nemendur líf í vatni.
Nánar
Jónsmessuganga í hlíðum Ingólfsfjalls við Alviðru, landvernd.is

Land og saga, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið? í þessari fræðsluheimsókn er sjónum er beint að jarðfræði og sögu lands og þjóðar. ...
Nánar
Þrastarungi við Gullfoss. Ljósmynd: Zach Goo

Til móts við vorið, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Vordagskrá fyrir skólahópa í Alviðru. Fuglarnir leika aðalhlutverk. Gengið verður um Þrastarskóg og fuglar skoðaðir með sjónauka.
Nánar

Dagskrá haustsins

Á haustönn verður á dagskrá „Náttúran í haustskrúða“, „Land og saga“ og „Lífið í vatninu.“

„Kátt er um jólin“ er dagskrá fyrir yngsta- og miðstigi grunnskólanna og er ætlað meðal annars að gefa innsýn í jólahald á árum áður. Þessi dagskrá er í boði á aðventu.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Fróðleikur, skemmtun og útvist eru einkunnarorð Alviðru.

Stefnt er að því að allir gestir Alviðru hafi gaman af heimsókninni og fari þaðan nokkurs vísari.

Bókanir og fyrirspurnir á netfangið hjordis (hjá) landvernd.is

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Alviðra – Fræðslusetur Landverndar

ALVIÐRA Fræðslusetur Landverndar Alviðra er fræðslusetur Landverndar, þar sem boðið er upp á fræðslu um lífríkið og jarðfræði. Í Alviðru er einnig grenndargarður, þar sem ...
Skoða

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd