Fremri-Námar eru jarðhitasvæði á norðaustanverðu hálendi Íslands
Fremri-Námar

Fremrinámar er ósnortið og afskekkt háhitasvæði í Ketildyngju í suðausturátt frá Mývatni. Svæðið er í 800 metra hæð yfir sjávarmáli, lítið um sig og þar hafa fáir komið. Þarna er landslag engu líkt, hraunbreiður og dyngjur einkenna víðernin og í fjarlægðinni gnæfa Herðubreið og Kverkfjöll yfir. Minjar eru um brennisteinsnám sem stundað var fram á nítjándu öld. Landsvirkjun hefur kynnt áform um 100 MV jarðgufuvirkjun en svæðið er í biðflokki rammaáætlunar.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is