Geysir er hver í Haukadal og einn sá frægasti sinnar tegundar í heiminum.
Geysir

Geysir er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins með fjölda goshvera og lauga auk hverahrúðurs er þekur stór svæði í kring. Geysir sjálfur er án efa einn hinn nafntogaðasti og þekktasti sinnar tegundar í heiminum og heillaði snemma langt að komna ferðalanga. Hann gýs sjaldan núorðið, en granni hans Strokkur er mjög virkur. Þessi mikla náttúruperla var friðlýst sem náttúruvætti á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní 2020 og tæpu ári síðar gagnvart orkuvinnslu. Virkjanegt afl Geysissvæðisins er áætlað um 25 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is