Hvað getur einstaklingurinn gert?

Jafningjafræðarar Hins Hússins árið 2020, landvernd.is
Jafningjafræðarar Hins Hússins árið 2020
Hver er máttur einstaklingsins þegar kemur að umhverfismálunum? Hér koma gagnleg ráð frá ungmennum um einstaklingsframtakið.

Starfsfólk Landverndar fékk það skemmtilega verkefni að ræða við ungmenni í Jafningjafræðslu Hins Hússins um umhverfismál í sumar. Jafningjafræðarar Hins Hússins fá fjölbreytta fræðslu og nýta svo þekkingu sína til þess að fræða önnur ungmenni. Við ræddum sérstaklega einstaklingsframtakið, hér eru nokkur frábær ráð frá ungmennunum.

Samgöngur

  • Labba meira
  • Nota almenningssamgöngur
  • Hjóla, t.d. á rafmagnshlaupahjóli
  • Fara í lengri utanlandsferð frekar en nokkrar stuttar
  • Sleppa því að rúnta á bílnum að óþörfu
  • Laga bílinn sinn frekar en að kaupa nýjan
  • Kaupa sér rafmagnsknúið farartæki frekar en bensín/dísel
  • Fylla bíl frekar en að fara á mörgum

Matvæli

  • Hætta að sóa mat
    • Hafa matinn sjáanlegan á borðinu í stað þess að hafa hann falinn inn í skáp
    • Ekki kaupa stórt brauð ef þú veist að þú munt ekki klára það
  • Sækja í búðir þar sem hægt er að fylla á vörur svo að svoleiðis búðum fjölgi
  • Rækta eigið grænmeti ef það er hægt
  • Fara út í búð með innkaupalista til þess að takmarka óþarfa innkaup
  • Frysta mat svo hann geymist lengur
  • Minnka kjötneyslu eða hætta alfarið að borða kjöt

Föt

  • Ekki kaupa allt of mikið af fötum
  • Fá lánuð föt frá þeim sem maður þekkir
  • Gefa föt eftir notkun
  • Kaupa notuð föt þegar það er hægt

Annað

  • Minnka rusl
  • Tína upp rusl ef þú sérð það
  •  Vera dugleg að fá lánað frekar en að kaupa
  • Sleppa einnota plasti, frekar nota fjölnota
  • Hafa fjölnota rör og hnífapör meðferðis frekar en að þyggja einnota
  • Nota álfabikar eða fjölnota dömubindi
  • Sleppa því að kaupa gasblöðrur á 17.júní
  • Halda flugeldasýningar frekar en að allir geti keypt sér flugelda
  • Kaupa rótarskot frekar en flugelda
  • Vinna meira að heiman
  • Kolefnisjafna sig

Ferðast minna utanlands og meira á Íslandi 

Loftlagsbreytingar af mannavöldum aukast á hverjum degi. Þó að einstaklingsframtakið sé ekki eitt og sér nóg til þess að bregðast við breytingunum er það gífurlega mikilvægt. 

Landvernd hefur gefið út 10 ráð sem þú getur farið eftir strax í dag til að hjálpa loftslaginu. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til þess að sjá hvað fleira þú getur gert.

Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Viltu minnka neyslu? Hvað getum við gert?

Hvernig getum við minnkað neyslu? Hvað getum við gert? Landvernd sýnir hér á skemmtilegan hátt auðveldar leiðir til að takast á við þann vanda sem ...
Ferðamaður og mikil náttúra milli ísjaka við Jökulsárlón, landvernd.is

10 hlutir sem þú getur gert til að hjálpa loftslaginu?

Við vitum að staðan er slæm og að loftslagsbreytingar af mannavöldum aukast á hverjum degi. Hvað er til bragðs að taka? Hér eru 10 hlutir ...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd