Bessastaðatjörn að vetrarlagi

Er hægt að friðlýsa hálfa tjörn? – umsögn

Stjórn Landverndar fagnar þeim áformum að friðlýsa Bessastaðanes en lýsir þó yfir áhyggjum af því að svæðið sé ekki friðað í heild sinni.

Stjórn Landverndar fagnar þeim áformum að friðlýsa Bessastaðanes en lýsir þó yfir áhyggjum af því að svæðið sé ekki friðað í heild sinni. Á svæðinu eru mikil náttúrverðmæti í húfi, vistgerðir sem hafa alþjóðlegt verndargildi og alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Svæðið er einnig mikilvægt til útivistar og náttúruskoðunar. Til viðbótar hafa sjálfir Bessastaðir sögulegt gildi sem aðsetur forseta Íslands. 

Eftirfarandi texti er brot út umsögn Landverndar vegna málsins. Umsögnina í heild sinni má finna með því að smella á hnappinn neðst í greininni.

Aðeins hálf tjörnin í friðlýsingunni 

Markmið  friðlýsingarinnar  er  að  vernda  og  varðveita  til  framtíðar náttúrulegt  ástand svæðisins sem búsvæðis fugla og mikilvægt viðkomusvæði farfugla vor og haust. En til markmiðsins heyrir einnig varðveisla líffræðilegrar fjölbreytni og fræðslu- og útivistargildi í grennd við þéttbýli. 

Áhyggjur stjórnar Landverndar beinast að verndun Bessastaðatjarnar. Friðlýsingin nær einungis til eystri helmings tjarnarinnar. Það er ólíklegt að hægt sé að ná framangreindum verndarmarkmiðum nema að tjörnin sem heild og vatnsbakkar hennar njóti verndar. Tjörnin sem heild og vatnsbakkinn er jú eitt vistkerfi. Verði hluta vistkerfisins raskað er hætt við að því sem heildinni sé ógnað. Sú hætta vofir yfir.

Áformað er að fara með golfvöllinn alveg niður að bökkum Bessastaðatjarnar. Þá er svæðið á milli tveggja læna sem gang vestur úr Tjörninni notað sem „græna (green)“. Gangi þessi áform eftir mun þrengja mjög að fuglalífi við Bessastaðatjörn.

Mikilvægt að vernda alla Bessastaðatjörn

Svæðið eins og það er í dag, með nálægð friðlands Kasthúsatjarnar og votlendis hefur mikið upplifunargildi fyrir bæði íbúa og gesti, til dæmis sem fuglaskoðunarsvæði. Hætt er við að þetta spillist ef farið verður að framlögðum tillögum.

Við hvetjum því þá aðila sem hafa unnið að þessar friðlýsingu til að staldra við og vinna að heildsteyptri friðun svæðisins og með tjörnina alla í huga, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til heilla, og til verndar á öllu því merkilega lífi sem þrífst svo vel á þessu svæði. Til þess verður að vernda Bessastaðatjörn sem heild auk vatnsbakkanna.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.