Langisjor_umsogn_vatnasvid_Skaftar_vefur

Friðlýsing Skaftár og vatnasviðs hennar

Langisjór er um 20 km ílangt, djúpblátt fjallavatn, sem tilheyrir hinu óraskaða vatnasviði Skaftár. Langisjór var friðlýstur sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sumarið 2011 og endahnútur þannig hnýttur á áratugalanga varnarbaráttu gegn virkjanahugmyndum. Stjórn Landverndar styður heilshugar friðlýsingu Skaftár og vatnasviðs hennar.

Vatnasvið Skaftár er með næsthæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga rammaáætlunar. Þar fékk virkjunarkosturinn hæstu áhrifaeinkunn allra virkjunarkosta sem til umfjöllunar voru, bæði hjá faghópi 1 og faghópi 2. Í niðurstöðum faghóps 1 kemur fram að Búlandsvirkjun myndi hafa í för með sér rof á einstæðri jarðfræðilegri heild og spilla ummerkjum Skaftárelda sem eru einstæðar minjar á heimsvísu.

Stjórn Landverndar styður friðlýsinguna heilshugar og bendir á að svæðið hefur verið rannsakað ítarlega og náttúruverðmæti þess gríðarlegt. Full ástæða er til að veita svæðinu öfluga vernd umfram vernd gegn orkuvinnslu. Hið minnsta telur Landvernd að fara verði að náttúruverndarlögum og lögum um orkunýtingu og vernd landssvæða og friðlýsing látin gilda gegn allri orkuvinnslu. 

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top