Okkar hlutverk er að vernda einstaka náttúru Íslands, landvernd.is

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.)

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, aukin matsskylda o.fl.), 598. mál.

Landvernd telur að flestar þær fyrirhuguðu breytingar sem fram koma í frumvarpsdrögum séu til bóta. Uppsetning viðauka á þann hátt sem gert er í frumvarpsdrögum er til muna skýrari en í núverandi lögum og til þess fallin að auðvelda yfirsýn og skilning á því hvaða framkvæmdir skuli vera matsskyldar (flokkur A) og hvaða framkvæmdir tilkynningarskyldar (flokkar B og C).

Stærsta breytingin á lögunum sem lögð er fram er fólgin í hinni efnislegu meðferð mála sem varða smærri framkvæmdir sem hingað til hafa ekki verið tilkynningarskyldar og því aldrei komið inn á borð Skipulagsstofnunar í formi fyrirspurnar um matsskyldu. Úr þessu er bætt í frumvarpsdrögunum og tekur Landvernd undir þær breytingar.

Lesa umsögn Landverndar

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top