Stöndum vörð um náttúru Íslands, landvernd.is

Frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál

Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við frumvarp um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.

Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við frumvarp um breytingu á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál (59. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi).

Það er mat stjórnar Landverndar að bæta þurfi úr veikburða lagaumhverfi á sviði mengunarvarna hér á landi, t.d. er varðar slakt eftirlit, óljósa ábyrgð eftirlitsaðila og vanhöld við miðlun mikilvægra upplýsinga til almennings. Umrætt frumvarp tekur á síðasttalda atriðinu.

Að mati stjórnar Landverndar er það mikilvæg frumkvæðisskylda stjórnvalda að veita upplýsingar vegna mengunarhættu. Frumkvæðisskyldan hefur verið staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu sem túlkar 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu á þann hátt að stjórnvöldum beri skylda til að upplýsa íbúa um mengun sem geti hugsanlega haft áhrif á líf og heilsu svo íbúar geti tekið upplýsta ákvörðun um búsetu á menguðum svæðum.

Lesa umsögn Landverndar

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top