Í frumvapinu er ekki minnst á hlutverk Náttúruverndar- og minjastofnunar við að uppfylla alþjóðasamninga um náttúruvernd.

Frumvarp um Náttúru- og minjastofnun byggir ekki ekki á náttúruverndarlögum

Fyrirhugað er að sameina Vatnajökulsþjóðgarð, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar í eina stofnun. Landvernd sendi umsögn um þessi áform þar sem varað er við hættunni á því að þekking og reynsla tapist.

Furðu vekur að frumvarp um Náttúru- og minjastofnun er ekki unnið á grunni á náttúruverndarlaga nr. 60/2013.  Þar er hvorki minnst á hlutverk stofnunarinnar við að uppfylla alþjóðasamninga er varða náttúruvernd né hlutverk hennar varðandi þjóðlendur, landgræðslusvæði, þjóðskóga og ríkisjarðir með hátt náttúruverndargildi.

Starfsmenn stofnananna sem fyrirhugað er að sameina vinna með mjög beinum hætti að náttúruvernd, svo sem með landvörslu og umsjón með friðuðum svæðum. Í umsögn Landverndar er bent á hættuna á því að þekking, reynsla og aðhald tapist, verði skorið niður í þessum málaflokki. Ítrekað hefur verið bent á að þar er nú þegar undirmönnun og skortur á fjármagni.

Ennfremur er óskýrt er hvernig samstarfi og samvinnu við aðrar stofnanir á sviði náttúruverndar skuli háttað.

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Aðalskipulag Borgarbyggðar – skipulag og matslýsing

Borgarbyggð hvött til að virða sérstöðu, umhverfi og náttúru sveitarfélagsins   Mikið er lagt upp úr því að vinna með sérstöðu Borgarbyggðar – æskilegt væri ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.