Gálgahraun: Samstaða um hraunið

21. október 2013. Þá hófu vinnuvélar framkvæmdir í Gálgahrauni og fjöldi náttúruverndarsinna var kallaður á staðinn. Friðsamleg mótmæli voru þó að engu höfð, fjöldi fólks var handtekinn og færður til yfirheyrslu, og sumir beittir óþarfa harðræði við handtökur. Níu mótmælendur hafa verið ákærðir og eru mál þeirra nú fyrir dómstólum.

Vorið 2013 tóku Hraunavinir, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Náttúruverndarsamtök Íslands sig saman og höfðuðu mál fyrir dómstólum vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun í Garðabæ. Farið var fram á stöðvun verksins á grundvelli þess að framkvæmdaleyfi væri útrunnið og mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar þyrfti að endurskoða, enda meira en tíu ár liðin frá gerð þess. Þess má einnig geta að skoðana- könnun sem MMR lét vinna haustið 2013 sýndi að 42% aðspurðra voru andvíg lagningu Álftanesvegar um Gálgahraun en einungis 25% hlynnt.

Ráðist í framkvæmdir þvert ofan í dómsmál

Þrátt fyrir að þegar hefði verið mælt fyrir dómsmálinu í Héraðs- dómi Reykjavíkur, hóf Vegagerðin framkvæmdir í ágúst 2013. Farið var fram á lögbann á framkvæmdina, enda augljóst að fram- kvæmdir myndu eyðileggja þá hagsmuni sem barist var fyrir, þ.e.a.s. verndun hraunsins. Lögbannsmálinu var síðar vísað frá á grundvelli þess að náttúruverndarsamtökin hefðu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu, þrátt fyrir að markmið þeirra sé að vernda náttúru landsins. Nýlega var svo ákveðið að falla frá aðal dómsmálinu. Hins vegar hafa samtökin fjögur sent ESA, Eftirlits- stofnun EFTA, formlega kvörtun þess efnis að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn með því að taka ekki upp í íslensk lög ákvæði í tilskipunum sem snúa að möguleikum umhverfisverndar- samtaka til að leita réttar síns. Lögmannsstofan Málþing ehf. hefur rekið mál samtakanna.

Handtökurnar í hrauninu

Allt frá haustdögum stóð stór hópur náttúruverndarsinna vaktina í Gálgahrauni og yfir hundrað manns skráðu sig á útkallslista. Að gerðum var stjórnað úr hrauninu og af skrifstofu Landverndar. Sú samhæfing tókst mjög vel, eins og sást hinn örlagaríka dag

21. október 2013. Þá hófu vinnuvélar framkvæmdir í Gálgahrauni og fjöldi náttúruverndarsinna var kallaður á staðinn. Friðsamleg mótmæli voru þó að engu höfð, fjöldi fólks var handtekinn og færður til yfirheyrslu, og sumir beittir óþarfa harðræði við handtökur. Níu mótmælendur hafa verið ákærðir og eru mál þeirra nú fyrir dómstólum.

Ómar Ragnarsson handtekinn í gálgahrauni 21. október 2013, landvernd.is
Ómar Ragnarsson handtekinn við friðsamleg mótmæli í Gálgahrauni 21. október 2013

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd