Eldvörp á Reykjanesi eru í mikilli hættu, mynd: Ellert Grétarsson, landvernd.is

Gerum náttúru Reykjanesskaga hærra undir höfði – Umsögn

Landvernd hvetur sveitafélögin á Suðurnesjum til þess að setja einstaka náttúru Reykjanesskaga í fyrsta sæti.

Landvernd hvetur sveitarfélögin á Suðurnesjum til þess að setja hina einstæðu náttúru svæðisins í fyrsta sæti og meta tækifæri sem felast í náttúrutengdri atvinnuuppbyggingu á sanngjarnan og raunhæfan hátt. Í verk- og matslýsingu þarf að gera náttúru svæðisins hærra undir höfði og leggja áherslu á vernd hennar.

Sérstæð og einstök náttúra

Jarðfræði Reykjanesskagans er einstök. Þar má finna hraunmyndanir, móbergshryggir, gígaraðir, sprungureinar, hverasvæði, hraunhellar og jarðminjar af öllum gerðum sem prýða einstaka eldfjallanáttúru skagans. Reykjanesskaginn og þar með Reykjanesfólkvangur hefur einstaka sérstöðu sem ein heild sem ekki má raska og ætti því að mati Landverndar að líta á sem eitt verndarsvæði. Það er ekki að ástæðulausu að Reyjanesfólkvangur fékk vottun sem Unesco Global Geopark árið 2015.

Í nánd við jarðvanginn búa 2/3 hlutar landsmanna sem geta notið hans til náttúrupplifunar ásamt því að langflestir erlendir ferðamenn fara um hann á leið sinni til og frá landinu. Eftir miklum lífsgæðum og tækifærum í ferðaþjónustu er því að slægjast með því að vernda náttúru Suðurnesja og stöðva frekari spjöll á henni.

Á sérstæða náttúru Reykjanessins er minnst á í matslýsingunni en að mati Landvernar er full ástæða til að
gera henni mjög hátt undir höfði í svæðisskipulagi Suðurnesja og þeim tækifærum sem felast náttúrutengdri atvinnusköpun.

Eldfjallaþjóðgarður – virkjanir

Reykjanesskagi er kjörið eldfjallagarðssvæði fyrir jarðfræðitengda ferðaþjónustu vegna nálægðar við höfuðborg og alþjóðaflugvöll og vegna hinna fjölbreyttu eldvarpa og gosminja, nú síðast með eldgosinu í Fagradalsfjalli.

Landvernd er þeirrar skoðunar að ekki eigi að virkja frekar innan Reykjanesfólkvangs. Nú þegar eru virkjunarhugmyndir við Sandfell og á Sveifluháls í orkunýtingarflokki og í tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar III eru Austurengjar settar í orkunýtingarflokk. Einungs Brennisteinsfjöll eru í verndarflokki. Seltún í Krýsuvík er líklega eitt verðmætasta háhitasvæði landsins út frá sjónarhóli ferðaþjónustu.

Landvernd hefur áður talað fyrir því að allar virkjunarhugmyndir innan Reykjanesfólkvangs verði settar í verndarflokk og stefnt að stofnun eldfjallaþjóðgarðs á Suðvesturlandi. Samtökin hvetja sveitafélögin á Suðurnesjum að vinna að þessu og stöðva frekari raforkuframleiðslu á svæðinu.

Raforkuframleiðsla

Óvíst er með frekari uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum, álverið í Straumsvík hyggur á samdrátt og Suðurnesin eru nú stór nettó „útflytjandi“ raforku. Ástand jarðvarmavirkjana HS Orku er nokkuð bágborið en fyrirtækið dælir upp úr borholum heitu vatni að svo miklum krafti að rökstuddar efasemdir eru um náttúruleg endurnýjun heita vatnsins. Þess háttar orkuvinnsla er ekki sjálfbær. Landvernd hvetur til þess að við gerð svæðisskipulags fyrir svæðið verði áhersla á atvinnuuppbyggingu sem byggir á sérstöðu svæðisins, íbúanna og sögu þess í forgrunni en orkufrekur iðnaður verði settur aftast í forgangsröðina.

Í umræðum um Suðurnesjalínu 2 hefur komið fram að kerfið á Suðurnesjum sé óstöðugt þó þar séu tvær öflugar jarðvarmavirkjanir. Nánari skýringar á þessu skortir en í öllu falli verður að leita leiða til að taka á óstöðugleikanum án þess að ráðst í nýja 220 kV Suðurnesjalínu.

Suðurnesjalína 2

Óvissa er um mikla uppbygging stóriðju á Suðurnesjum sem áður var á dagskrá. Landvernd telur mikilvægt að í svæðisskipulagi sé tekin skýr afstaða gegn frekari orkufrekum iðnaði og með því að vernda náttúruna með þeim tækifærum í ferðaþjónustu sem því fylgja.

Það má bæta raforkuöryggi Suðurnesja án þess að leggja nýja áberandi loftlínu eftir Reykjanesskaga sem spillir landslagsheildum og hraunum frá sögulegum tíma. Þetta kemur skýrt fram í mat á umhverfisáhrifum og niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Stofnunin kemst líka að því að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem jarðstrengur í vegöxl Reykjanesbrautar þar sem með því má takmarka rask við það sem þegar orðið er vegna vegagerðar.

Loftslagsmál

Sveitafélög gegna gríðarlega stóru hlutverki þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landvernd minnir á verkefni Sambands Íslenskra Sveitafélaga um kolefnisreikni og hugmyndabanka til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sveitafélaga sem nýtist vafalaust vel.

Tengt efni

Eldvörp er gígaröð á Reykjanesi sem má teljast glæný á jarðfræðilegan mælikvarða. Þau eru í nýtingarflokki.

Eldvörp

Brennisteinsfjöll eru hluti óbyggðra víðerna í grennd við Höfuðborgarsvæðið og er vinsælt til útivistar.

Brennisteinsfjöll

Nýlegar umsagnir

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Neyðarástand í loftslagsmálum

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum  Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreinda þingsályktunartillögu og styður hana í einu og …

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Neyðarástand í loftslagsmálum

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum  Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreinda þingsályktunartillögu og styður hana í einu og …

Lesa meira
Þjórsárver eru hjarta landsins. Einstakt votlendi þar sem samspil elds og ísa er augljóst. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Starfshópur um friðlýst svæði – athugasemdir Landverndar

Um forsendur samantektarinnar segir að um sé að ræða „samantekt á lykilþáttum og áskorunum sem fram komu hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund hópsins …

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top