Gláma er víðáttumikið hálendissvæði á Vestfjörðum
Gláma

Gláma er um 230 ferkílómetra stórt hálendissvæði á Vestfjörðum milli Arnarfjarðar, Breiðafjarðar og Ísafjarðardjúps. Hálendið nær hæst um 920 metra yfir sjávarmál þar sem heitir Sjónfríð. Á Glámu er talin hafa verið jökull en nú er þar að finna ótal stakar snjófannir og ógrynni stöðuvatna. Orkubú Vestfjarða og Orkustofnun hafa sett fram nokkrar mismunandi virkjunarhugmyndir frá Glámu og er Hestfjarðarvirkjun ein þeirra. Virkjunin tæki rennsli vatnsfalla sem annars rynnu í Arnarfjörð, Breiðafjörð og Ísafjarðardjúp, og yrði miðlað í nokkrum stöðuvötnum á hálendinu og flutt til Hestfjarðar með jarðgöngum. Áætlað afl virkjunarinnar er 67 MW.

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is