Tengslin á milli Heimsmarkmiðanna og Ungs umhverfisfréttafólks eru víðtæk.
Tengingin við heimsmarkmiðin veitir nemendum dýpri þekkingu á þeim markmiðum sem jarðarbúar hafa einsett sér að ná fyrir árið 2030. Tengingin veitir nemendum einnig tækifæri til þess að skoða málefni efnahags, umhverfis og mannréttinda sem eina heild.
Í fræðsluefni Ungs umhverfisfréttafólks er iðulega minnst á Heimsmarkmiðin. Þátttakendur hafa t.d. aðgang að sérstakri fræðslu um loftslagsjafnrétti.
Öll verkefni nemenda má tengja við Heimsmarkmiðin. Þegar umhverfisfrétttum er skilað í keppnina er gerð krafa um að nemendur rökstyðji tengsl fréttarinnar við Heimsmarkmiðin.
Tenging verkefnisins við hvert og eitt markmið
1. Aðgengi að gæða menntun eykur líkurnar á því að börn komist úr viðjum fátæktar. Ungt umhverfisfréttafólk er menntunarverkefni sem auðvelt er að aðlaga að ólíkum félgslegum og menningarlegum bakgrunni nemenda. Það er rekið í 45 löndum víðsvegar um heiminn.
2. Nemendur eiga kost á að kynna sér vandamál og lausnir tengd matvælaframleiðslu, landbúnaði og næringu. Lögð er áhersla á lausnamiðaða nálgun og fá nemendur tækifæri til þess að þróa nýjar hugmyndir. Nemendur geta auk þess valið sér að búa til umhverfisfréttir sem hvetja fólk til breytinga á viðhorfi til matvæla.
3. Nemendur geta tengt verkefni sín við umhverfismál sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan fólks í samfélaginu. Umferðateppur, samgöngumátar, loftslagskvíði og mengun í andrúmslofti eru dæmi um málefni sem beintengjast heilsu og vellíðan. Þátttakendur í verkefninu hafa aðgang að kennsluefni um loftslagskvíða.
4. Mikil áhersla er lögð á valdeflingu nemenda í verkefninu. Nemendur kynna sér umhverfismálefni með vísindalegri nálgun. Verkefnið hvetur til sköpunar, er sveigjanlegt og má útfæra á fjölbreyttan hátt eftir aðstæðum. Fjölbreyttir hópar nemenda taka þátt í verkefninu á heimsvísu, óháð uppruna þeirra og félagslegum aðstæðum.
8. Eitt helsta markmið Ungs umhverfisfréttafólks er að auka þekkingu nemenda á sjálfbærri þróun og gefa þeim tækifæri til þess að vera skapandi. Verkefninu er einnig ætlað að auka leiðtogahæfni og samvinnufærni nemenda. Þessi áhersla hvetur til þess að nemendur hugi vel að sjálfbærni í framtíðarstörfum sínum.
14. Nemendur í verkefninu geta valið sér að fjalla um líf í vatni. Nemendur hafa aðgang að námsefni um haflæsi sem getur komið þeim vel áfram í verkefni sínu. Ef fram heldur sem horfir verður meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050. Plast og óþarfa rusl er vinsælt viðfangsefni ungs umhverfisfréttafólks og beintengist markmiði 14.
15. Eyðing skóga og eyðimerkurmyndun af mannavöldum fela í sér miklar áskoranir fyrir sjálfbæra þróun og í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Nemendur geta valið sér að fjalla um málefni fimmtánda markmiðsins um líf á landi.
16. Umhverfismálin tengjast jafnrétti, lýðræði og mannréttindum órjúfanlegum böndum. Nemendur hafa aðgang að námsefni um loftslagsjafnrétti og eru hvattir til þess að tengja verkefni sín við fjölbreytt samfélagsleg málefni. Þannig stuðlar verkefnið að meðvitund nemenda um mikilvægi friðar og réttlætis.
17. Verkefnið hvetur til samvinnu nemenda frá ólíkum löndum. Nemendur geta óskað eftir því að vinna umhverfisfréttir í samvinnu við skóla erlendis. Auk þess er verkefninu ætlað að tengja nemendur frá ólíkum skólum hér á landi. Allt umhverfistengt fréttaefni tengist Heimsmarkmiðunum á einn eða annan hátt og lögð er áhersla á að sú tenging sé sýnileg út á við.