Helga er menntaður umhverfis- og auðlindafræðingur frá HÍ (MSc) með bakgrunn í heimspeki (BA) þar sem hún lagði áherslu á umhverfissiðfræði.
Hún hefur sinnt ýmsum störfum og verkefnum sem snúa að umhverfismálum og starfað sem landvörður ýmist hjá Vatnajökulsþjóðgarði, Umhverfisstofnun og á Þingvöllum. Hálendi Íslands og óbyggð víðerni eru henni einstaklega hugleikin og hún telur að í þeim búi ótvíræð verðmæti sem okkur ber að vernda til frambúðar.
Hún sat í stjórn Landvarðafélags Íslands veturinn 2023-24.