Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

býður sig fram til stjórnar Landverndar

Ég býð mig fram til setu í stjórn Landverndar. Ég er land- og skipulagsfræðingur að mennt og starfa sem aðjúnkt við Háskóla Íslands.  Ég hef þriggja áratuga reynslu af störfum við skipulagsmál og umhverfismat, bæði innan stjórnkerfisins, sem ráðgjafi og sem háskólakennari og rannsakandi. Síðastliðin níu ár sem forstjóri Skipulagsstofnunar. 

Landvernd gegnir mikilvægu hlutverki, bæði við fræðslu og vitundarvakningu um umhverfisvernd og sem málsvari umhverfisverndar gagnvart stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum við lagasetningu, stefnumótun og undirbúning framkvæmda. Af störfum mínum hef ég öðlast yfirgripsmikla þekkingu á þeirri umgjörð sem gildir um umhverfisvernd, framkvæmdir og landnýtingu.

Ég hef hug á að leggja til mína krafta í stjórn samtakanna, en ég sat áður í stjórn þeirra 2009-2011. Verndun íslenskrar náttúru er mér hugleikin, sem og mikilvægi lýðræðislegrar ákvarðanatöku um nýtingu lands, ábyrgðar í loftslagsmálum og að sjálfbær þróun sé ávallt leiðarstefið. Málefni landslagsverndar og víðerna eru mér jafnframt sérstaklega kær.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd