aldeyjarfoss, canva

Helstu punktar Landverndar um rammaáætlun

Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.

Landvernd hefur skilað umsögn um Rammaáætlun (tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál). Umsögnina má lesa í heild sinni neðst í greininni.

Það er á ábyrgð Alþingis að rammaáætlun hefur ekki verið afgreidd. Það hefur skaðað faglegt ferli. Alþingi er því hvatt til þess að afgreiða áætlunina hratt og á faglegum forsendum.

Áherslan ætti að vera á bætta orkunýtingu

Við bendum á að samfélagsleg áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Orkufyrirtæki geta náð fram mikilli aukningu í framleiðslugetu núverandi virkjana án mikils rasks á náttúru. Það er ekki alls rík þörf á því að bæta við virkjunarkostum.

Helstu punktarnir okkar um málið:

 
  1. Stjórn Landverndar styður þá aðferðafræði og vinnubrögð sem felast í tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

  2. Aukin áhersla síðustu ára á verndun víðerna og stækkun ferðaþjónustu sem atvinnugreinar verður að endurspeglast mun betur í áætluninni.

  3. Því sem meira er gengið á landið, þeim mun verðmætari verða þau svæði sem eftir eru. Rammaáætlun þarf að taka tillit til þess.

  4. Hugmyndir um að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk kalla á samsvarandi tilfærslu á svæðum úr vernd í bið eru ekki byggðar á faglegum forsendum heldur eru eingöngu hrossakaup. 

  5. Stjórn Landverndar telur að herða þurfi friðlýsingarskilmála. Friðlýsa ætti svæði í verndarflokki gagnvart allri orkuvinnslu.

  6. Nokkuð er um tilraunir til þess að komast framhjá rammaáætlun með því að byggja virkjanir rétt undir þeim stærðarmörkum sem falla undir hana. Þessu verður að bregðast við.

  7. Til þess að rammaáætlun þjóni tilgangi sínum þarf að fara fram á að allir sem virkja í þeim tilgangi að selja orkuna, þurfi að sæta niðurstöðu rammaáætlunar.

  8. Það er ekki hægt að mæla umhverfisáhrif virkjunar með því að horfa einungis til stærðar hennar. Þetta viðhorf hefur Skipulagsstofnun tekið undir.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.