Hvað er náttúrukortið?

Hvað er náttúrukortið? Hér má sjá borplan við Eldvörp. landvernd.is
Hér má sjá borplan vegna rannsóknaborana við Eldvörp. Eldvörp eru innan UNESCO jarðvangs. Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Hvað er náttúrukortið? Náttúrukortið sýnir svæði á Íslandi sem eru í hættu vegna virkjanahugmynda. Kortið byggir á rammaáætlun og opinberum gögnum.

Náttúrukortið er lifandi vefsjá sem sýnir einstök svæði á Íslandi sem eru í hættu vegna virkjanaáforma. Ásókn orkufyrirtækja og stóriðju í auðlindir landsins líkt og jarðhita og vatnsföll er mikil og vaxandi og er kortið því í stöðugri mótun.

Náttúrukortið er byggt á rammaáætlun og opinberum gögnum

Hvað kemur fram á kortinu?

Á kortinu eru svæði sem flokkuð eru í nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk samkvæmt rammaáætlun. Auk þess sýnir Náttúrukortið allar stærri virkjanir sem eru nú þegar til staðar um allt land. Áform um vindorkuvirkjanir og umfangsmiklar <10MW virkjanir eru einnig birt á Náttúrukortinu. 

Vefurinn fyrir allt fólk og vefsjá fyrir þau sem vilja kafa dýpra

Á vefnum natturukortid.is er hægt að skoða kortið og lesa um þá staði sem eru á kortinu. Hægt er að kafa dýpra í náttúrukortið með því að heimsækja vefsjá náttúrukortsins beint, en þar má leggja önnur kort yfir náttúrukortið sem sýna t.d. skipulag, mörk, landeignir, innviði o.fl. Sjá vefsjá náttúrukortsins – geo.alta.is/landvernd/natturukortid

Fleiri staðir í hættu en eru á kortinu

Í kortasjá Orkustofnunar má sjá að mikil ásókn er í orku og er landið þakið virkjanahugmyndum. 

Saga Náttúrukortsins

Framtíðarlandið, félag áhugafólks um íslenska framtíð stóð að gerð Náttúrukortsins sem birt var á vefnum natturukortid.is og framtidarlandid.is árið 2008. Kortið var uppfært reglulega og hefur gagnast sem einstök upplýsingveita fyrir almenning í gegnum tíðina.
Samtökin gengu inn í Landvernd árið 2017 og er Framtíðarlandið starfrækt sem sérstakur hópur innan Landverndar.
Náttúrukortið var uppfært fyrir Margmiðlunarsýninguna „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ sem var samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar. Sýningin var upphaflega sett upp í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið í tilefni af 50 ára afmæli Landverndar og ferðaðist svo um landið.

Árið 2020 var ljóst að vefkerfi vefs náttúrukortsins sem var í umsjón fyrirtækisins Stefnu þurfti á allsherjar uppfærslu að halda var ákveðið að flytja kortið sjálft inn í vefsjá og birta það á vef Landverndar.
Sú vinna er langt á veg komin en eins og fram kom í upphafi, er náttúrukortið síkvikt eins á íslensk náttúra. Á meðan ásókn orkufyrirtækja eykst, lenda fleiri svæði í hættu og því má segja að kortið sé ætíð í vinnslu og ekki tæmandi.

Hefur þú ábendingar um svæði á kortinu? Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is 

Þakkir

Þakkir fyrir veitta aðstoð fá þeir fjölmörgu einstaklingar og samtök sem lögðu verkefninu lið með yfirlestri, ljósmyndum og gagnasöfnun. 

 

Aðstoð við upplýsingaöflun

Andrés Skúlason
Erla Guðný Helgadóttir
Harpa Barkardóttir, SUNN
Hjördís Finnbogadóttir
Ingibjörg Eiríksdóttir
Lovísa Ásbjörnsdóttir
Magnús Jóhansson
María Ellingssen
Margrét Hugadóttir
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Sigurður H. Magnússon
Sigþrúður Jónsdóttir
Sunna Ben
Sveinbjörn Björnsson
Tryggvi Felixsson

Fjöregg
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE
Náttúruverndarsamtök Austurlands, NAUST
Landvernd
Eldvötn

Ljósmyndir

Andreas Strandman
Andrés Skúlason
Andrés Skúlason
Árni Tryggvason
Björk Guðbrandsdóttir
Christopher Lund
Ellert Grétarsson
Erla Guðný Helgadóttir
Grétar Ívarsson
Guðni Olgeirsson
Hugi Ólafsson
Jens Bachmann
Johann Isberg
Joshua Fuller
Magnús Jóhannson
Magnús Jóhannson
Mats Wibe Lund
Mirto Menghetti
Ómar Ragnarsson
Ragnar Axelsson
Runólfur Birgir Leifsson
Runólfur Birgir Leifsson
Sigurgeir Sigurjónsson
Skarphéðinn Þórisson
Synnatschke Photography
Tómas Guðbjartsson
Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Verkefnið er unnið að miklu leyti í sjálfboðaliðavinnu hugsjónafólks. 

Náttúrukortið hlaut samfélagsstyrk Landsbankans 2020 og styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 2021. 

Náttúrukort Framtíðarlandsins var styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssona

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is