Ferðafólk við Skógafoss. Náttúrukortið landvernd.is
Ferðafólk við Skógafoss.
Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og vernd svæða. Í rammaáætlun má finna hugmyndir að nýjum virkjunum og áhrif þeirra á umhverfi og samfélag. 

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og vernd landsvæða. Í rammaáætlun má finna hugmyndir að nýjum virkjunum og áhrif þeirra á umhverfi og samfélag.

Vísindaleg þekking notuð til að ákveða hvar skuli virkja

Rammaáætlun er ætlað að byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og skal taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa og samfélagslegra áhrifa.

Er svæðið verðmætara villt en virkjað?

Í rammaáætlun er landsvæðum skipt í flokka eftir stöðu þekkingar á verðmætum svæðisins og hvort að virkjunartillagan dragi úr verðmætum svæðisins.

Mun virkjun skaða eða draga úr verðmætum svæðisins?

Svæðum er skipt í nýtingarflokk, verndarflokk og biðflokk. Niðurstöðurnar eru gróf áætlun sem á að nýtast við forgangsröðun við undirbúning virkjunarhugmynda.

Verndarflokkur

Mun meiri ávinningur er af því að vernda svæði en virkja þau. Samkvæmt rammaáætlun er verðmæti svæða í verndarflokki hátt og ekki ákjósanlegt til virkjana. Ekki stendur til að virkja á þeim svæðum sem eru flokkuð í verndarflokk.

Biðflokkur

Svæði í biðflokki falla yfirleitt í þann flokk vegna skorts á gögnum eða vegna þess að rannsókna er ábótavant og því ekki unnt að ákveða hvort meiri ávinningur sé af því að vernda svæðið eða að virkja til orkunýtingar.

Nýtingarflokkur

Svæði í nýtingarflokki eru talin vera betri til virkjana en aðrir staðir. Þó að svæði falli í nýtingarflokk í Rammaáætlun er ekki sjálfsagt að það þar verði virkjað eða að þar sé rétt að virkja. Hvert svæði þarf að rannsaka nánar og sækja um mörg leyfi áður en virkjað er.

Rammaáætlun er ekki lokaniðurstaða

Rammaáætlun er þó ekki lokaniðurstaða þegar kemur að samanburði virkjunarhugmynda og fýsileika enda eru hugmyndir að nýjum virkjunum misvel rannsakaðar. Þó að svæði séu t.d. flokkuð í nýtingarflokk er ekki þar með sagt að þar megi virkja. Hvert svæði þarf að rannsaka nánar og sækja um mörg leyfi áður en virkjað er.

Upplýsingar vantar um svæði í biðflokki

Svæði í biðflokki falla yfirleitt í þann flokk vegna skorts á gögnum eða vegna þess að rannsókna er ábótavant og því ekki unnt að ákveða hvort meiri ávinningur sé af því að vernda svæðið eða að virkja til orkunýtingar.

Virkjanir taldar hafa minni áhrif á verðmæti svæða í nýtingarflokki

Svæði í nýtingarflokki eru talin vera betri til virkjana en aðrir staðir. Sú niðurstaða er fengin út frá verðmæta og áhrifamati svæðanna sem byggir á mismiklum upplýsingum. Þó að svæði falli í nýtingarflokk í Rammaáætlun er ekki sjálfsagt að það þar verði virkjað eða að þar sé rétt að virkja. Hvert svæði þarf að rannsaka nánar og sækja um mörg leyfi áður en virkjað er.

Vernduð svæði mun verðmætari villt en virkjuð

Svæði í verndarflokki: Mun meiri ávinningur er af því að vernda svæði en virkja þau. Samkvæmt rammaáætlun er verðmæti svæða í verndarflokki hátt og ekki ákjósanlegt til virkjana. Þó að ekki standi til að virkja á þeim svæðum sem eru flokkuð í verndarflokk eykst ásókn orkufyrirtækja stöðugt og því þarf að standa vörð um verndarflokkinn.

Hver tekur ákvarðanirnar?

Verkefnastjórn rammaáætlunar veitir ráðherra ráðgjöf um vernd og orkunýtingu landsvæða. Verkefnastjórnin skipar faghópa sem eiga að rannsaka svæðin. Ráðherra umhverfismála á leggja flokka í rammaáætlun fram til samþykktar Alþingis eigi sjaldnar á fjögurra ára fresti.

Í náttúru Íslands er margs konar auð að finna. Má þar nefna óbyggð víðerni, jarðhita og vatnsmiklar ár, eldfjöll og sandauðnir, skóga og gróskumikil votlendi, vind, veðurofsa og þögn. Ásókn í þessar auðlindir af hálfu ýmissa hópa er mikil og vaxandi. Oft skarast hagsmunir þessara hópa og hefur það leitt til ágreinings um nýtingu landsins. Rammaáætlun er verkfæri til að greiða úr þessum ágreiningi, og jafnframt samheiti yfir ákveðin lög, ferli og aðferðafræði sem hafa þróast samstíga gegnum tíðina til þess að leysa þetta verkefni á sem farsælastan hátt."

Standa þarf vörð um rammaáætlun

Standa þarf vörð um Rammaáætlun. Með Rammaáætlun er skapaður vitrænn og skipulegur farvegur fyrir nauðsynlega upplýsingaöflun og skoðanaskipti sem eru grundvöllur siðaðs lýðræðisþjóðfélags sem hugar að jafnrétti kynslóðanna, hvernig land við viljum byggja til framtíðar og að hvers konar þjóðfélagi við viljum leggja grundvöll fyrir afkomendur okkar.

Fleiri svæði í hættu en eru inni í rammaáætlun

Virkjanir sem framleiða minna en 10MW af raforku eru ekki teknar með í rammaáætlun. Vindorka hefur ekki verið sett inn í rammaáætlun. Landvernd telur að rammaáætlun eigi að taka þessar virkjunarhugmyndir til skoðunar. 10MW virkjanir eru engar smávirkjanir. Þar er ekki verið að tala um að virkja bæjarfossinn. 

Kynntu þér málin nánar

Landvernd hefur bent á mikilvægi rammaáætlunar og þess að virkjanahugmyndir séu settar inn í rammaáætlun. Kynntu þér málin nánar.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is