Vindmylluspaði liggur á jörðinni við vindorkuver.

Umsögn: Vindorkuver þurfa að fara í gegnum rammaáætlun

Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun

Umsögn Landverndar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku) og drög að tillögu til þingsályktun um stefnu stjórnvalda um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands (mál nr. S- 19/2021) send Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 10. febrúar 2021 í gegnum samráðsgátt. 

Stjórn Landverndar fagnar framkomnum tillögum. Samtökin hafa undafarin ár beitt sér fyrir því að samfélagið komi sér saman um vandaðar leikreglur við umfjöllun um áformuð vindorkuver. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að mögulegir kostir til virkjunar vindorku falli undir lög nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Með því að fylgja vinnulagi við rammaáætlunar fæst afar gagnlegur samanburður sem ekki kemur fram þegar verið er að fjalla um einstakar tillögur um vindorkuver. Það mun leiða til vandaðri vinnubragða og eykur lýkur á ásættanlegri niðurstöðu. Það gæti einnig komið í veg fyrir umhverfisslys vegna ófullnægjandi undirbúnings og óheppilegs staðarvals fyrir vindorkuver.

Vegna mismundi túlkunar stjórnsýslustofnana og sveitarstjórna á gildandi lögum er hafin vinna við bæði skipulagsbreytingar og mat á umhverfisáhrifum vegna áforma um nokkur vindorkuver. Það er algjörlega ótímabært, bæði vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og ekki líklegt til að skila ásættanlegri niðurstöðu, og vegna þess að næg orka er til í landinu til að mæta öllum þörfum samfélagsins. Með áformuðum lagabreytingum verður tekinn af allur vafi um hvað gildi og þá má ætla að stjórnsýslustofnanir verði samstíga í vinnubrögðum. Með því yrði öll umfjöllun í fastari skorðum og óvissu eytt.

Stjórn Landverndar telur mörkin um 10 MW virkjun vera varhugaverð. Til að framleiða 10 MW með vindmyllu þarf verulega stórt mannvirki, eða tæplega 200 metra að hæð og til viðbótar koma spaðarnir, steypupallur og aðkomuvegur. Slíkt mannvirki gæti haft afar mikil áhrif á umhverfið, sérstaklega fuglalíf og útsýni. Því er lagt til að viðmiðin í grein 3 verði tiltölulegar smáar einstakar vindmyllur til heimilisnota og minni háttar tækja, að hámarki 3 MW að afli.

Stjórn Landverndar styður ákvæði í lagatillögunni (10 gr.) og nánari útlistun í tillögu að þingsályktun, um flokkun landsvæðanna í þrjá megin flokka:

  • Flokkur 1 um landsvæði þar sem öll nýting vindorku skv. lögunum yrði óheimil.
  • Flokkur 2 um landsvæði sem geta í eðli sínu almennt talist viðkvæm svæði með tilliti til hagnýtingar vindorku, en þar sem slík uppbygging getur þó komið til álita eftir mat innan rammaáætlunar.
  • Flokki 3 um landsvæði sem staðreynt er af verkefnisstjórn að falli hvorki undir flokk 1 né flokk 2 og sæti því ekki takmörkunum rammaáætlunar.

Flokkun af þessu tagi hefur reynst vel í Skotlandi ef marka má athugasemdir við frumvarpið og má sjá fyrir sér að þetta leiði til skilvirkni og skýrleika í vinnu hér á landi. Þessa svæðaskipan væri afar gagnlegt í upphafi að tilgreina á korti við lagasetninguna sjálfa svo ekki verði það neinum vafa undirorpið hvað átt er við. Ef kemur til frekari verndunar á svæðum þarf að uppfæra kortið og veita ráðherra heimild til þess.

Stjórn Landvernd telur að vegna séreðlis vindorkunnar sé gagnlegt að hafa sérstakar leiðbeiningar um úrvinnslu, meðhöndlun og málsmeðferð virkjunarkosta í sjálfum lögunum. Í þessu sambandi er vakin athygli á riti samtakanna frá 2018; Virkjun vindorku á Íslandi, stefnumótunar- og leiðbeiningarit Landverndar. Ritið er hugsað sem aðstoð við mat á vindorkuverum fyrir skipulagsyfirvöld, við mat á umhverfisáhrifum og við leyfisveitingar. Þar kemur m.a. fram sú tillaga að tilgreina svæði þar sem ekki skal reisa vindorkuver vegna náttúru-, umhverfis- og samfélagssjónarmiða. Þetta eru m.a. svæði sem njóta verndar samkvæmt íslenskum eða alþjóðlegum lögum, jaðarsvæði ofangreindra svæða, svæði í eða við þéttbýli og svæði sem hafa stöðu mögulegra verndarsvæða vegna einstakrar náttúru. Þetta er í góðu samræmi við tillöguna um landssvæði í flokki 1 þar sem öll nýting vindorku skv. lögum yrði óheimil. Þetta er skýr og góð leikregla sem kemur öllum aðilum vel og friðun þessara svæða fyrir vindorku þarf að vera bindandi í lögum.

Rétt er að benda á það enn og aftur að heimild til veitingar leyfis til nýtingar virkjanakosts þýðir eingöngu að heimild er að halda áfram að kanna viðkomandi kost. Ýmis önnur skilyrði þarf að uppfylla áður ein leyfi verður veitt, til dæmis þarf mat á umhverfisáhrifum þarf líka að fara fram skv. lögum þar um.

Varðandi flokk 2 að þá skiptir öllu máli hvaða skilyrði þarf að uppfylla, meginreglur og viðmið; það þarf einnig að liggja fyrir áður en lagabreytingin á sér stað. Í tillögu að þingsályktun (kafli 2 til að tilgreina svæði í flokk 2) í samráðsgáttinni er að finna vísi að viðmiðum og megin reglum. Lögformleg staða ákvæða í þingsályktun er óljós. Það myndi draga úr óvissu að festa megin reglur og viðmið í sjálf lögin, svo ekki þurfi að þrefa um það síðar. Í þessu samhengi gæti verið gagn af þeim gátlistum sem Landvernd gaf út árið 2018 og vísað er til hér að framan. Hugsanlega gæti starfshópur fagaðila tekið saman meginreglur og viðmið og nýtt sér þá þekkingu sem þegar er fyrir hendi, sem og nýjustu upplýsingum um landslagsflokkun, válista og svo framvegis.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.