Hverahlíð er grágrýtisstallur sem myndar fótstall Skálafells sem gnæfir yfir Hellisheiði og er hluti merkilegra landslagsheilda svæðisins.
Hverahlíð

Hverahlíð er 50-60 metra grágrýtisstallur sem myndar fótstall Skálafells sem gnæfir yfir í suðvestri þegar ekið er austur fyrir fjall um Hellisheiði. Svæðið er hluti merkilegra víðerna og landslagsheilda sem enn finnast á Hellisheiði og Reykjanesi og hefur svæðið jarðfræðilega sérstöðu sem er mikilvæg á landsvísu. Orkuveita Reykjavíkur áformar byggingu gufuaflsvirkjunar við Hverahlíð og hefur nú þegar orðið talsvert rask á svæðinu við rannsóknarboranir fyrir hana. Fyrirhuguð 90 MW virkjun með tilheyrandi mannvirkjum, stöðvarhúsi og línulögnum mun breyta upplifun göngu- og ferðafólks af landslagi í kringum iðnaðarsvæðið.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is