Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi: Björg Pétursdóttir

Í fyrirlestrinum fjallar Björg Pétursdóttir um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi.

Björg Pétursdóttir, deildarstjóri hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti, flutti erindi um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi. Í erindinu fjallar hún um mikilvægi menntunar til sjálfbærni fyrir menntakerfið í heild þar sem hún eykur getu nemenda til aðgerða og þátttöku sem virkir borgarar, enda lýðræði mikilvæg stoð í menntun til sjálfbærni. Hún benti fólki jafnframt á rit og heimasíður um grunnþætti menntunar sem ráðuneytið hefur gefið út til að auðvelda þessa innleiðingu.

Erindið var haldið á ráðstefnu Skóla á grænni grein; Byggjum á grænum grunni sem fram fór í Hörpu þann 11. október 2013.