Náttúra Íslands er einstök og þarf hún að fá að njóta vafans. Verndum náttúruna, landvernd.is

Þjórsárver – áform um mannvirki lögð til hliðar

Stjórn Landverndar vill að Landsvirkjun leggi til hliðar fyrirliggjandi áform um virkjanir í Þjórsárverum.

Í bréfi sem sent hefur verið stjórn Landsvirkjunar er þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að það að leggi til hliðar fyrirliggjandi áform um virkjanir í Þjórsárverum og beita sér fyrir því að breytingum á skipulagi svæðisins verði frestað þar til gefist hefur gott ráðrúm til að skoða betur þær ábendingar sem koma fram í skýrslum þeirra Jack D. Ives og Roger Crofts.

Í greinargerð sem fylgdi bréfinu segir:
Þeir Jack D. Ives og Roger Crofts féllust á að meta alþjóðlegt verndargildi Þjórsárvera. Þeir Ives og Crofts hafa víðtæka alþjóðlega reynslu af náttúruverndarmálum, þeir eru nánast gjörkunnugir íslenskum aðstæðum vegna tíðrar dvalar hér og hafi setið í matshópum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN) vegna Heimsminjaskrár. M.a. veittu þeir umsögn þegar Þingvellir voru nýlega teknir til umfjöllunar og síðar skráðir á Heimsminjaskrá. Að mati stjórnar Landverndar höfðu þeir því afar góðar forsendur til að veita umsögn um stöðu Þjórsárvera í alþjóðlegu samhengi. Ives var hér á landi í júní og Crofts í ágúst. Þeir kynntu sér svæðið og ræddu við sérfræðinga. Þeir skrifuðu sínar skýrslur hver um sig án samráðs hvor við annan.

Að mati stjórnar Landverndar eru megin niðurstöður þeirra eftirfarandi:

1. Þeir telja náttúruverndargildi Þjórsárvera afar hátt, jafnt á landsvísu sem alþjóðlega og líta sérstaklega til þess landslags sem umlykur svæðið.
Ives: ,,Að mínu mati er það þó staðsetning votlendissvæðisins í eyðimörk á miðhálendi Íslands, við suðurenda Hofsjökuls, sem gefur svæðinu afar óvenjulega náttúrulega umgjörð þar sem fram koma sterkar andstæður: svartir eyðimerkursandar, jökulhettur og sífrerafyrirbæri, gróskumikill grænn svörður og fjallahringur í fjarska. Mér kemur í hug samanburður við nokkur svæði heims sem eru fræg vegna landslags: hlutar Tíbetsléttunnar, Sagarmatha (Mt. Everest) þjóðgarðurinn, jökulkrýnd eldfjöll í Andesfjöllum og Altiplano-hásléttan, norðausturhluti Baffineyjar og Yellowstone-þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum.”
Crofts: ,,Svæðið allt frá Hofsjökli að þeim stað þar sem Þjórsá fellur fram úr gljúfrunum er í alþjóðlegu samhengi afar mikilvægt bæði vegna lífríkis og þeirrar landmótunar sem það endurspeglar.”

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin

Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin

Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Lesa meira

Vindorkuver á viðkvæmu víðerni á Úthéraði

Landvernd leggst alfarið gegn viðamiklum áformum Orkusölunnar um vindorkuver við Lagarfoss á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top