Náttúra Íslands er einstök og þarf hún að fá að njóta vafans. Verndum náttúruna, landvernd.is

Þjórsárver – áform um mannvirki lögð til hliðar

Stjórn Landverndar vill að Landsvirkjun leggi til hliðar fyrirliggjandi áform um virkjanir í Þjórsárverum.

Í bréfi sem sent hefur verið stjórn Landsvirkjunar er þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að það að leggi til hliðar fyrirliggjandi áform um virkjanir í Þjórsárverum og beita sér fyrir því að breytingum á skipulagi svæðisins verði frestað þar til gefist hefur gott ráðrúm til að skoða betur þær ábendingar sem koma fram í skýrslum þeirra Jack D. Ives og Roger Crofts.

Í greinargerð sem fylgdi bréfinu segir:
Þeir Jack D. Ives og Roger Crofts féllust á að meta alþjóðlegt verndargildi Þjórsárvera. Þeir Ives og Crofts hafa víðtæka alþjóðlega reynslu af náttúruverndarmálum, þeir eru nánast gjörkunnugir íslenskum aðstæðum vegna tíðrar dvalar hér og hafi setið í matshópum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN) vegna Heimsminjaskrár. M.a. veittu þeir umsögn þegar Þingvellir voru nýlega teknir til umfjöllunar og síðar skráðir á Heimsminjaskrá. Að mati stjórnar Landverndar höfðu þeir því afar góðar forsendur til að veita umsögn um stöðu Þjórsárvera í alþjóðlegu samhengi. Ives var hér á landi í júní og Crofts í ágúst. Þeir kynntu sér svæðið og ræddu við sérfræðinga. Þeir skrifuðu sínar skýrslur hver um sig án samráðs hvor við annan.

Að mati stjórnar Landverndar eru megin niðurstöður þeirra eftirfarandi:

1. Þeir telja náttúruverndargildi Þjórsárvera afar hátt, jafnt á landsvísu sem alþjóðlega og líta sérstaklega til þess landslags sem umlykur svæðið.
Ives: ,,Að mínu mati er það þó staðsetning votlendissvæðisins í eyðimörk á miðhálendi Íslands, við suðurenda Hofsjökuls, sem gefur svæðinu afar óvenjulega náttúrulega umgjörð þar sem fram koma sterkar andstæður: svartir eyðimerkursandar, jökulhettur og sífrerafyrirbæri, gróskumikill grænn svörður og fjallahringur í fjarska. Mér kemur í hug samanburður við nokkur svæði heims sem eru fræg vegna landslags: hlutar Tíbetsléttunnar, Sagarmatha (Mt. Everest) þjóðgarðurinn, jökulkrýnd eldfjöll í Andesfjöllum og Altiplano-hásléttan, norðausturhluti Baffineyjar og Yellowstone-þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum.”
Crofts: ,,Svæðið allt frá Hofsjökli að þeim stað þar sem Þjórsá fellur fram úr gljúfrunum er í alþjóðlegu samhengi afar mikilvægt bæði vegna lífríkis og þeirrar landmótunar sem það endurspeglar.”

Nýlegar umsagnir

Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira
Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top