Markadur_med_raforku_landvernd_vefur

Kauphöll með raforku – umsögn um frumvarp til breytinga á raforkulögum

Stíga þarf mjög varlega til jarðar ef opna á markað fyrir raforku. Mikilvægt er að viðskipti með raforku séu gagnsæ og að hafið verði yfir allan vafa að tilgangur þeirra sé að tryggja almannahagsmuni fram yfir einkahagsmuni. Það er grundvallaratriði að ekki sé gengið á dýrmæta náttúru íslands að nauðsynjalausu.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér áform um lagasetningu þar sem fjallað er um fyrirhugaðan viðskiptavettvang fyrir raforku. Landvernd telur að opinn viðskiptavettvangur muni hafa hvetjandi áhrif til frekari orkuöflunar. 

Landvernd kallar eftir auknu gagnsæi og skilvirkni í notkun á raforku á Íslandi. Ísland hefur þá sérstöðu að 99,96% raforkunnar koma frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum. Eftirspurn eftir raforku er óendanleg en öflun raforkunnar kostar hins vegar verðmæti í þjóðareigu – náttúru landsins. 

Tryggja verður almenningi forgang og að ódýrri raforku

Forsenda þess að raforka fari á opinn markað er að almenningi og þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum sé tryggður forgangur og verði haldið í lágmarki fyrir þann hóp, enda má vænta þess að heimili landsins óski þess að fá að njóta hluta af sinni auðlindarentu í form lágs rafmagnsverðs.

Tryggja verður að almenningi og þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum sé haldið fyrir utan sveiflur markaðarins og verði tryggður fyrirsjáanleiki og forgangsorka á góðum kjörum.

Sem stendur eru engin lög sem tryggja forgang heimila og smærri fyrrirtækja en hætta er á að dreifiaðilar sem nú dreifa orku til almennings taki stórnotendur fram yfir, eigi þeir valið. 

Reikna má með eftirspurn eftir íslenskri raforku muni aukast og þar með myndast þrýstingur á verðhækkanir, sérstaklega ef litið er til þess að dregið verður úr notkun jarðefnaeldsneytis á heimsvísu.

Landvernd vill undirstrika að almenningur og þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nota mjög lítinn hluta raforkunnar hér á landi og það væri algjörlega óviðunandi ef almenningur þyrfti að keppa við stórnotendur.

Orku forgangsraðað í orkuskiptin

Á opnum markaði með raforku er mikilvægt að mengunarbótareglan (sá borgi sem mengar) sé innleidd til þess að hvetja til þess að orkan sé notuð í vistvæna uppbyggingu og letja að hún sé notuð í mengandi iðnað. 

Landvernd hefur sérstaklega bent á að endurskoða verði núverandi orkuráðstöfun og ráðstafa orku í mikilvægasta mál samtímans sem eru orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis. Opinn markaður verður að vera hvetjandi til þess að þessari stefnu stjórnvalda sé framfylgt.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.