Hveradalir

Neðri-Hveradalir eru staðsettir í norðanverðum Kerlingarfjöllum og er svæðið allt sundurskorið af djúpum giljum þar sem gufu- og leirhverir eru áberandi. Neðri Hveradalir er ein fjögurra hugmynda um virkjanir á Kerlingarfjallasvæðinu, en er sú virkjun talin geta myndað 90 MW með virkjun jarðhita. Tilheyrandi blásandi borholur og affallslón myndu gerbreyta ásýnd Kerlingarfjalla og hafa áhrif víða um hálendið auk þess sem háspennulínur yrðu líklega lagðar norður eða suður eftir Kili. Allar fjórar virkjunarhugmyndir á Kerlingafjallasvæðinu eru í verndarflokki.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is