Krafla er megineldstöð og stór askja skammt norðaustur af Mývatni en þar hefur gosið nokkrum sinnum á nútíma og síðast árin 1975-1984.
Kröfluvirkjun

Krafla er megineldstöð og stór askja skammt norðaustur af Mývatni. Þarna hefur gosið nokkrum sinnum á nútíma og stóð síðasta umbrotahrinan 1975-1984. Þetta var mesti jarðsögulegi atburður hérlendis á síðustu öld. Kröfluvirkjun var þá í byggingu. Hún framleiðir nú 60 MW.

Kröfluvirkjun II

Kröfluvirkjun II með 150 MW framleiðslugetu er í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is