Kristín Helga er rithöfundur og leiðsögumaður. Hún er blaða- og fréttamaður frá Utah háskóla í Bandaríkjunum og starfaði lengi sem fréttamaður. Hún er fyrrverandi formaður Rithöfundasambands Íslands og sat í stjórn NSÍ. Kristín Helga hefur komið að náttúruverndarbaráttu um áratugaskeið í ræðu og riti og í skáldverkum sínum. Hún hefur áhuga á loftslagsmálum, hálendisþjóðgarði, neysluskiptum, dýravernd og skyldunámi í umhverfisvernd og náttúrulæsi.
Kristín Helga Gunnarsdóttir var kosin í stjórn Landverndar á aðalfundi Landverndar 20. maí 2022.