Kristín Vala er menntaður jarð- og jarðefnafræðingur frá Íslandi og Bandaríkjunum. Frá aldamótum hafa rannsóknir hennar og kennsla lútið að málefnum sjálfbærni út frá öllum víddum hennar, náttúru/umhverfi, samfélagi og velsæld. Hún hefur starfað með ýmsum félagasamtökum á Íslandi og á alþjóðavísu sem vinna að náttúruvernd og sjálfbærni.
Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á mikilvægi náttúruverndar og skynsamlegri nýtingu auðlinda.