Landeldi

Landeldi á laxi í Ölfusi

Fyrirtækið Geo Salmo hyggur á viðamikið landeldi á laxi í Ölfusi. Landvernd gerir ýmsar athugasemdir við áformin og vill nánari útskýringar á orkunotkun, breytingu á grunnvatni, hreinsun frárennslis, ásýnd landslags og vernd jarðminja m.a.

Landslagsvernd

Með þeim miklu mannvirkjum sem áformuð eru, yrði skorin drjúg sneið af  verðmætri landslagsheild frá Ísólfsskála, um Herdísarvík, Strandarkirkju til Þorlákshafnar. Stjórn Landverndar telur að of lítið sé gert úr neikvæðum landslagsáhrifum í frummatsskýrslunni. Jafnframt telur stjórnin að leggja verði meiri áherslu og metnað í hönnun mannvirkja og varnargarða til að draga megi neikvæðum  ásýndaráhrifum.

Jarðminjar

Stöðin yrði að öllu leyti byggð á hraunum frá nútíma en svo virðist sem ákvæði í lögum um vernd slíkra svæða hafi enga meiningu. Samkvæmt náttúruverndarlögum verða framkvæmda aðila að sýna fram á að brýn nauðsyn sé fyrir því að reisa og reka stöðina. Stjórn Landverndar kallar eftir haldgóðum skýringum á þessu.

Grunnvatn

Hlíðarvatn er náttúruperla á svæðinu, þar er ríkt fuglalíf og er vatnið nýtt til veiða og útvistar. Í skýrslunni kemur fram að einhverjar líkur séu á því að grunnvatnsnotkun geti valdið niðurdrætti í Hlíðarvatni.  Stjórn Landverndar telur mikilvægt að komið verði í veg fyrir alla röskun á vatninu.

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top