Landshlutafundir Skóla á grænni grein veturinn 2018-2019

Grænfáninn er stærsta innleiðingatæki sjálfbærnimenntunar í heiminum, landvernd.is
Skólar á grænni grein héldu 10 landshlutafundi á átta stöðum á landinu.

Veturinn 2018-2019 voru haldnir samtals 10 landshlutafundir á ýmsum stöðum á landinu. Landshlutafundir eru haldnir að jafnaði annað hvert ár og eru hluti af endurmenntun kennara innan verkefnisins. Á landshlutafundunum voru þrjár vinnustofur haldnar með það að markmiði dýpka skilning þátttakenda á sjálfbærnimenntun, getu til aðgerða, umbreytandi námi og aðgerðum í loftslagsmálum. Auk þess var haldin vinnustofa fyrir byrjendur í verkefninu þar sem farið var yfir framkvæmd verkefnisins innan skóla. Allir skólar á landinu fengu boð um að mæta á þá vinnustofu og létu nokkrir skólastjórnendur utan verkefnisins sjá sig.

Allir þátttakendur fengu að gjöf handbókina Á grænni grein sem kom út á prenti haustið 2018 en hún er leiðarvísir um framkvæmd verkefnisins innan skóla.

Hér má nálgast fyrirlestra og gögn frá landshlutafundinum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd