skrokkalda

Landsvirkjun undirbýr framkvæmdir á hálendinu

Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins.

Landsvirkjun hefur auglýst útboð á rannsóknum vegna fyrirhugaðrar Skrokkölduvirkjunar á hálendi Íslands. Stjórn Landverndar hvetur fyrirtækið til að hætta við útboðið og hefja þess í stað samráð við almenning og útivistar- og náttúruverndarfélög um framtíð hálendisins. Verði Skrokkölduvirkjun reist þarf að leggja 60 kílómetra langa háspennulínu nálægt Sprengisandsvegi suður til Vatnsfells með tilheyrandi veglagningu, sjónrænum áhrifum og eyðileggingu fyrir heildarsvip hálendisins. Það er mikil fórn fyrir virkjun sem yrði einungis um 30MW og skipti þar af leiðandi litlu máli í orkubúskap þjóðarinnar.

Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu. Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land. Framkvæmdir Landsvirkjunar við Skrokkölduvirkjun munu koma í veg fyrir að miðhálendisþjóðgarður verði að veruleika.

Skrokkalda er í biðflokki rammaáætlunar. Í sameiginlegri umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka um rammaáætlun er fjallað um Skrokköldu og lagt til að svæðið verði fært í verndarflokk. Þar segir: ,,Stíflumannvirki voru byggð á Hágöngusvæðinu árið 1998 til að mynda miðlunarlón fyrir virkjanirnar á Þjórsár- og Tungnársvæðinu. Við það fóru 37 km2 af fögru landsvæði undir vatn, þar á meðal jarðhitasvæði. Þá var vegslóði lagður í Sveðjuhrauni og boruð þar djúp hola í tilraunaskyni í tengslum við hugmyndir um jarðvarmavirkjun. Í 2. áfanga rammaáætlunar kemur fram sú almenna viðmiðunarregla að jafnan sé betra að virkja á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað heldur en á óröskuðum svæðum og mun þetta m.a. hafa leitt til þess að Hágöngur og Skrokkalda rötuðu í virkjunarflokk. Slík regla er auðvitað of almenn til að hún sé nothæft viðmið við ákvarðanir um hvar skuli friða og hvar skuli virkja. Við slíka vinnu þarf að skoða gaumgæfilega hvert svæði fyrir sig. Svona var fjallað um svæðið í umsögn náttúruverndarhreyfingarinnar: ,,Umrætt svæði er nær því að vera í miðju hálendisins og uppbygging mannvirkja þar með tilheyrandi virkjanabyggingum, vegagerð og línu- og pípulögnum myndi höggva stórt skarð í hjarta hálendisvíðerna landsins. Þrátt fyrir byggingu Hágöngustíflu og skemmdir sem unnar voru á jarðhitasvæðum í lónstæðinu eru sýnileg áhrif vegna þessara mannvirkja með minnsta móti. Kemur þar m.a. til að ekki var byggður upp vegur frá Sprengisandsleið að stíflumannvirkjunum eins og til stóð. Í staðinn var notast meira eða minna við gamalt vegstæði og mættu fleiri virkjanaaðilar taka sér þetta til fyrirmyndar. Afar brýnt er að koma í veg fyrir frekari mannvirkjagerð á hálendinu.“ Og áfram segir í umsögninni: ,,Líkt og Hálslón, Ufsarlón og Kelduárlón [sem öll eru á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar], myndu virkjanir við Hágöngur og Skrökköldu þrengja enn frekar að Vatnajökulsþjóðgarði og rýra gildi hans. … Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjun á miðhálendi Íslands eru dæmi um virkjanir sem myndu skerða gríðarlega stór og dýrmæt víðerni vestan Vatnajökuls.“

Landvernd hefur sett fram kröfu um að hálendinu – hjarta landsins – verði hlíft við frekara raski. Almenningur getur tekið undir kröfuna með því að skrá sig á vefnum hjartalandsins.is.

Upplýsingar um útboð Landsvirkjunar. Tilboð verða opnuð 3. apríl kl. 14.

Rannsóknarleyfi á vef Orkustofnunar.

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top