loftslagsmálin eru í brennidepli. Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar

Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð

Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð og telur mikilvægt að litið verði til erlendra fyrirmynda þegar kemur að skipun og hlutverki loftslagsráðs.

Umsögn Landverndar um  frumvarp
til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (hlutverk
loftslagsráðs).

Stjórn Landvernd hefur kynnt sér framangreint frumvarp. Stjórnin þakkar flutningsmönnum frumkvæðið sem þeir sýndu og styður frumvarpið. 

Stjórnin styður frumvarpið

Stjórnin styður einnig þá tillögu að breytingar á tíðni endurskoðunar á aðgerðaáætlun verði bundnar við tvö ár en ekki fjögur eins og í  núgildandi lögum. Þekkingu og kröfum í loftslagsmálum fleygir fram og því er mikilvægt að hægt sé að nýta sér þær í aðgerðir eins fljótt og kostur er.

Landvernd styður einnig tillögu að viðbótum þess efnis að álitsgerð loftslagsráðs um framkvæmdaáætlun skuli lögð fram eigi síðar en fjórum vikum eftir að aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur verið lögð fram og að hún verði birt opinberlega. Þó kann það að vera of skammur tíma og gæti komið niður á vandvirkni. Því kann að vera heppilegra að lengja umsagnarfrestinn.

Óháðir sérfræðingar í stað hagsmunaðila

Landvernd vill einnig nota tækifærið og benda á að samsetning loftslagsráðs hér á landi er önnur en hjá sumum grannþjóðum okkar. Til dæmis má vísa á loftslagsráð Danmerkur: https://klimaraadet.dk/. Þar er lögð áhersla á að ráðið sé óháð ráð sérfræðinga en ekki ráð tengt hagsmunaaðilum. Þetta er gert svo ráðið geti lagt óháð mat á aðgerðir en sé ekki bundið við múla sértækra hagsmuna. Í núgildandi lögum á Íslandi er gert ráð fyrir að hagsmunaaðilar eigi aðild að ráðinu og það kann að hindra möguleika ráðsins að mynda sér óháða skoðun á aðgerðaáætlunum framtíðarinnar og leggja fram eigin hugmyndir um aðgerðir.

Lítum til nágrannalanda 

Stjórn Landverndar hvetur Alþingi til að skoða hvernig þessum málum er skipað hjá grannþjóðum okkar, afla sér upplýsingar um reynslu þeirra. Að lokinni þessari skoðun væri rétt að íhuga framtíðarskipun þessa málaflokks hér á landi.

Virðingarfyllst,

f.h.
stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Sækja umsögn Landverndar um Loftslagsráð 

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin

Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top