Lífs Streymið // Life Stream er viðburður sem tileinkaður er því margbreytilega lífi sem jörðin okkar býr yfir. Við fögnum náttúrunni, umhverfinu, dýrunum, plöntunum, mannfólkinu…
Við viljum vekja athygli á umhverfismálum og náttúruvernd á skemmtilegan og jákvæðan hátt og fögnum lífinu saman á Alþjóðlegum Degi líffræðilegs fjölbreytileika þann 22 maí.
22. maí
Alþjóðlegur dagur líffræðilegs fjölbreytileika
Dagskráin er fjörug og stutt og samanstendur meðal annars af með tónlistar- og dansatriðum, hugvekju og einnig situr Stjörnu Sævar (Sævar Helgi) fyrir svörum í umræðum um umhverfismál með ungmennum.
Viltu vita eitthvað um náttúruna og umhverfismál? Smelltu hér og sendu okkur spurningu.
Vertu með í Lífs Streyminu
Það eina sem þú þarft að gera er að fylgja okkur á facebook undir Roots & Shoots – Ísland eða á instagram (lífsstreymið) og fylgjast með á live í story kl. 19:00 þann 22 maí.
Þú getur legið uppí sófa heima hjá þér, verið að borða, setið úti í sólinni, hvar sem er….það eina sem þú þarft að gera er að smella á streymið í story og þá ertu með!
Viðburðurinn er skapaður og framkvæmdur af ungmennum í Roots & Shoots Ísland (ungmennahreyfing Jane Goodall) sem og Ungum Umhverfissinnum, ungmennaráði og ungmennahúsi SAMFÉS, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landvernd
Horfa á Lífs Streymið
Tengt efni
Helstu viðfangsefni Landverndar
No products were found matching your selection.